Hinn árlegi Sjómannadagsróður sem oft hefur verið nefndur Hörpuróður verður þann
12. júní næstkomandi.
Róið er frá Geldinganesi (ca 8km aðra leið) eða Skarfakletti (ca 4 km aðra leið)
Mæting á Geldinganes er 11:30, brottför 12:00 en fyrir þá sem velja
Skarfaklett er mæting 12:30 og brottför 13:00.
Reiknum með að taka
klukkutíma kaffistopp við Sjóminjasafnið um 14:00 og leggja svo af stað heim aftur um 15:00.
Áætluð koma á Skarfaklett er þá 16:00 en Geldinganes um 17:00.
Munið að taka með
staðgott nesti. Helst heimabakað að hætti Lárusar.
Skráning fer fram hér á Korkinum og
munið að taka fram hvort þið ætlið að róa frá Geldinganesi eða Skarfakletti.
Ég er skráður róðrarstjóri í þessum róðri.
Sjáumst hress
Sveinn Elmar