Sjómannadagsróður 2022 (Hörpuróður) 12. Júní

12 jún 2022 19:03 - 12 jún 2022 19:05 #1 by sveinnelmar
 
7 bátar á sjó sex réru frá Geldinganesi og einn frá Skarfakletti. Unglingasveit klúbbsins tók þetta með trompi.
Arnar Már, Hlynur, Ásdís, Unnur Eir, Helgi og Guðrún
Takk fyrir skemmtilegan róður í frábæru veðri.
Sveinn Elmar
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2022 18:30 #2 by sveinnelmar
Það stefnir í flott róðraveður í Sjómannadagsróðrinum á morgun. NorðVestan 2-4 m/s og 12-14°C og jafnvel sólarglenna og háflóð um 16:00.
Mæting klukkan 11:30 og brottför klukkan 12:00 á Geldinganesi en fyrir þá sem vilja róa frá Skarfakletti er mæting klukkan 12:30 og brottför þaðan klukkan 13:00. Reiknum með að vera við Sjóminjasafnið upp úr 14:00 og stoppa þar í 30-60 mín áður en við leggjum í hann til baka.

Munið að taka með ykkur nesti og drykk og orkustykki í vestið.

Vonandi sé ég sem flesta á morgun.

Sjáumst
Sveinn Elmar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 jún 2022 01:43 #3 by sveinnelmar
Vil bara hvetja fólk til að skrá þáttöku hér eða á Facebook og hvaðan þið ætlið að róa.
það væri leiðinlegt ef þyrfti að fella þennan róður niður í enn eitt skiptið vegna þáttökuleysis..

Koma svo
Sveinn Elmar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2022 13:30 #4 by arnar75
Ég mæti í Geldinganesið

kv,
Arnar Már

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2022 15:35 - 01 jún 2022 15:44 #5 by sveinnelmar
Hinn árlegi Sjómannadagsróður sem oft hefur verið nefndur Hörpuróður verður þann 12. júní næstkomandi.
Róið er frá Geldinganesi (ca 8km aðra leið) eða Skarfakletti (ca 4 km aðra leið)
Mæting á Geldinganes er 11:30, brottför 12:00 en fyrir þá sem velja Skarfaklett er mæting 12:30 og brottför 13:00.
Reiknum með að taka klukkutíma kaffistopp við Sjóminjasafnið um 14:00 og leggja svo af stað heim aftur um 15:00.
Áætluð koma á Skarfaklett er þá 16:00 en Geldinganes um 17:00.

Munið að taka með staðgott nesti. Helst heimabakað að hætti Lárusar.

Skráning fer fram hér á Korkinum og munið að taka fram hvort þið ætlið að róa frá Geldinganesi eða Skarfakletti. 

Ég er skráður róðrarstjóri í þessum róðri.
Sjáumst hress
Sveinn Elmar
 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum