Veður óhagstætt, rigning á laugardag, haugarigning og hvasst á sunnudeginum.
Lagt verður af stað frá Geldingarnesi kl. 08:00 að laugardagsmorgni og keyrt sem leið liggur að Gullfoss og áfram upp Kjalveg að Hvítárvatni, í allt um 160km leið. Fólksbílafært er langleiðina að Hvítárvatni, við munum hjálpast að við að koma dóti niður að vatninu fyrir þá sem eru á fólksbílum. Þegar fólk er klárt með búnað verður róið inn í Karlsdrátt þar sem slegið verður upp tjöldum. Um 12 km. róður er inn í Karlsdrátt, meðal annars framhjá fallegum skriðjökli sem fellur út í vatnið. Gott tjaldsvæði er í Karlsdrætti og nóg af fersku vatni. Daginn eftir verður róið til baka aftur og ættum að vera komin í bæinn um kaffileitið.
Hvítárvatn er kalt, enda jökulvatn, áralúffur eða hanskar því mikilvægir. Við Hvítárvatn getur verið mikið um flugu og því gott að hafa með sér flugnanet.
Algjört skilyrði er að hver þáttakandi taki allt sitt sorp til baka sjálfur.
Kayak skal vera sjókayak með lokuðum vatnsþéttum hólfum að framan og aftan og traustum dekklínum. Ferð þessi er opin til þátttöku þeim félögum i Kayakklúbbnum sem standast kröfur klúbbsins um getu fyrir 3 ára ferð, þátttaka er háð samþykki fararstjóra. Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun, séu byrjaðir að tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratök og geti róið 20 - 30 km á dag.
Skráning i ferðina skal gerast hér á korkinum í þessum þræði, gefa skal upp nöfn þátttakenda og símanúmer.
Fararstjóri er Sveinn Muller (844 4240)