40 ára afmæli Kayakklúbbsins - það verður stuð!

16 ágú 2022 14:37 #1 by sveinnelmar
Mæti og búinn að kaupa miða  

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2022 17:27 - 15 ágú 2022 17:29 #2 by Helga
Jæja gott fólk, það er komið að því, stóra stundin er runnin upp, kvöldið þar sem við fögnum 40 ára afmæli klúbbsins, loksins!

Mörg ykkar hafa gengið í gegnum þykkt og þunnt með kayakfélögunum, barist við ískulda í berjandi öldum, hvolft í brimi og sigrihrósandi bjargast með hjálp félagana eða bjargað þeim. Við höfum séð sigra hvors annars, veltusigra sem aðra sigra og í sameiningu stækkað sem kayakfólk. Við höfm nærst og setið að sumbli í hráslagalegri íslenskri náttúru, stórfenglegri íslenskri náttúru en hvenær hefurðu séð félagana huggulega til fara og borðað með þeim góða máltíð að heldri manna sið?  Nú er komið að því kæri félagi. 

Laugardagskvöldið 10. september er kvöldið fyrir þennan áratug i klúbbnum.  Afmælið verður haldið í sal Siglingaklúbbsins Ými í Kópavogi. Tekið verður á móti fólki með fordrykk og svo verður hátíðarkvöldverður a la veisluþjónusta A Hansen. Veislustjóri verður okkar kæri félagi Valli Sport sem gerir sér sérferð á skerið til að eiga þessa hátíðarstund með okkur. Hljómsveitin 6pence heldur uppi fjörinu þegar líður á kvöldið og að sjálfsögðu við sjálf sem, eins og við best vitum, erum óskaplega skemmtilegur hópur fólks.

Drykkir verða seldir á staðnum nánast á kostnaðarverði og að sjálfsögðu er fólki frjálst að koma með drykki með sér ef úrvalið í salnum hentar ekki. Það verður að sjálfsögðu boðið upp á vegan fæði fyrir þá sem þess óska.

Að lokum hvetjum við fólk til að senda inn myndir úr kayakferðum sumarsins í ljósmyndakeppnina og eins að senda á okkur óskalög fyrir kvöldið. Við í nefndinni tökum glöð á móti öllu slíku. 


Þú kaupir miða með því að greiða 5.000 kr. á reikning klúbbsins, 0515-26-397777, kt. 410493-2099 og setur nafn/nöfn miðaeigenda í skýringu.
Það komast 60 í salinn svo fyrstir koma fyrstir fá. 


Afmæliskveðja, Ágúst Ingi, Unnur og Helga
The following user(s) said Thank You: gsk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum