Félagsróður 18. ágúst

19 ágú 2022 00:19 #1 by sveinnelmar
 
 
 
 
 
 
16 manns mættu og réru áður umræddan hring. Algerlega frábær róður. Gott veður með öldu og blautri rigningu eins og nafni minn Axel orðaði það. Æðislegt sólsetur, regnbogi og selur og síðast en ekki síst geggjuð heimabökuð hjónabandssæla sem Natalía bauð upp á í Kollafirði meðan selurinn fylgdist með slefandi af öfund.
 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2022 23:33 #2 by sveinnelmar
 
Undirritaður verður starfandi róðrastjóri í þessum róðri.
Veðurspá er góð 2-6m/s og 10°C með hugsanlegum skúrum í grend.
Fjara er um 17:00 þannig að það verður byrjað að flæða að þegar við hefjum róður.
Ég var að hugsa um að róa í Kollafjörð um Þerneyjarsund með kaffistoppi í Kollafirði og svo út fyrir Þerney og Geldinganes í bakaleiðinni 13-14km. Hvort það verður lokaniðurstaðan verður tekin ákvörðun um á pallinum.
Vona að ég sjái sem flesta.
Sveinn Elmar
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum