Óskum eftir kayakræðurum í sundið út í Viðey á föstudaginn kl. 19:30

17 ágú 2022 09:52 #1 by sjorrvk
Eins og undanfarin ár, þá óskar SJÓR Sund- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur eftir nokkrum kayakræðurum frá ykkur til þess að fylgja sundmönnum út í Viðey og til baka.
Sundið Synt út í Viðey hefst kl. 19:30 föstudaginn 19. ágúst og lýkur ca. kl. 21:00.

Veðurspáin á vedur.is segir 3 til 4 m/s SSA, alskýjað og 11° lofthiti.

Björgunarsveitin Ársæll verður með þrjá báta og Landhelgisgæslan verður með einn bát. 
Fylgdin felst aðallega í því að vera til taks og rétta upp ár ef einhver sundmaður þarfnast aðstoðar eða vill hætta sundi. 

Það væri gott ef þið létuð vita hér hvort þið getið mætt í þetta skemmtilega sund :)

Bestu kveðjur, 
Magnea s: 664-3274

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum