Maturinn í afmælisveislunni

02 sep 2022 08:26 - 02 sep 2022 08:29 #1 by Helga
Replied by Helga on topic Maturinn í afmælisveislunni
 elsku besti Ingi - þig hefur nú eitthvað verið að dreyma. Jú það verður þjóðlegur matur en líka góður matur - dásamlegt íslenskt lambafillé. Selshreyfarnar verða að bíða betri tíma uhhh eða ekki í mínu tilviki    

Fyrir þá sem ekki skilja hvað við erum að tala um þá heldur klúbburinn upp á 40 ára afmæli sitt nú í september og það verður sko geim - alvöru áratugaárshátíð. Allir klúbbfélagar og makar velkomnir (á meðan húsrúm leyfir)

Hér er dagskráin: 

Staður: Salur Siglingaklúbbsins Ými í Kópavogi (Naustavör á Kársnesi) Húsið opnar kl. 18

Veitingar: Fordrykkur, Lambafillé með meðlæti og ýmsir eftirréttir. Veitingaþjónusta A Hansen sér um herlegheitin. Ef þú vilt vegan þá er bara að senda póst á kayakklubburinn@gmail.com og láta vita fyrir 6. september.

Drykkir verða seldir á staðnum á vandræðalega lágu verði og boðið verður upp á krít eins og hjá kaupmanninum á horninu í den enda er þetta gamall og ráðsettur klúbbur.

Á dagskránni verður bæði skemmtikraftur og hljómsveit og veislustjóri verður hinn eini sanni Valli Sport. Ef þú átt kayakmyndir frá sl. ári þá máttu endilega senda bestu myndina og/eða skemmtilegustu myndina á kayakklubburinn@gmail.com - þú gætir dottið í lukkupottinn. Svo tökum við líka glöð á móti óskalögum og aldrei að vita nema þitt lag verði spilað.

Það eru enn einhverjir miðar lausir svo ef þú ert ekki búin/n/ð að kaupa miða þá er bara að rjúka í bankaappið og greiða 5.000 kr. á reikning klúbbsins, 0515-26-397777, kt. 410493-2099 og setja nafn/nöfn miðaeigenda í skýringu.

Hlökkum til að eyða kvöldinu með ykkur, afmælisnefndin - Helga, Ingi og Unnur 

 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2022 19:16 #2 by Ingi
Helga hringdi í mig og spurði hvað ég vildi helst í matinn á laugardagskvöldið 10. sept. Ég er að vona að það verði eitthvað þjóðlegt eins og súrsaðir selshreyfar eða  sigin ýsa, ef það er ekki hægt þá svið. 
Hvað á endanum það verður er ekki alveg ljóst en það kemur í ljós.
kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum