Keppni á Sæludögum

19 júl 2007 04:16 #1 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:Keppni á Sæludögum
Alveg frábær helgi í villta vestrinu, ný keppnisbraut við suðureyri sem gæti orðið töluvert krefjandi í svona dæmigerðum íslenskum strekkingi, kannski þvert á flóðastrauminn!. Og gestristnin á Ísafirði brást ekki frekar en fyrri daginn, boðið uppá gistingu í rúmgóðri lystisnekkju í höfninni, gerist ekki glæsilegra! takk kærlega fyrir mig!!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 júl 2007 14:32 #2 by Heida
Replied by Heida on topic Re:Keppni á Sæludögum
Mynd af meistaranum um helgina.

...eða ekki<br><br>Post edited by: Heida, at: 2007/07/17 10:32

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 júl 2007 14:27 #3 by Heida
Replied by Heida on topic Re:Keppni á Sæludögum
Takk fyrir mig og hressar móttökur síðustu helgi! Alltaf jafn yndislegt að koma vestur. Ekki klikkaði keppnin svo var sunnudagurinn ekki síðri þegar við fórum í straumleik inn í Dýrafirði.

Vil þakka Elínu Mörtu fyrir skemmtilegan róður og töff endasprett inn í höfnina. Væri gaman fá að vita hvaða tími mældist á milli okkar. Er svoo Viss um að EF ég hefði náð betri beygju eða EF ég bara hefði farið aðeins hraðar þá hefði ég pottþétt unnið! B)

Óska svo Halla innilega til hamingju með sigrana fyrir vestan,:kiss: Siglingadagameistari og Jarlkonungur Tala nú ekki um að vera búinn að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eins og svo skemmtilega var greint frá á mbl

mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1280260

Kv Heiða

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 júl 2007 23:44 #4 by olafure
Keppnin á Suðureyri var sérlega skemmtileg á laugardaginn. Ræst var í höfninni og róið 5 km á móti sterku útflæði inn fjörðinn. Á leiðinni til baka var byrjað að flæða að þannig að mótstraumur var í báðar áttir. Ekki bætti úr skák að mikill hiti var og sól þannnig að þeir sem voru mikið klæddir gjörsamlega stiknuðu. Þrátt fyrir þetta sigraði Halli á ótrúlegum tíma með meðalhraða yfir 10,8 km/klst. Rétt á eftir var svo keppt í aukagrein sem var 2 km yfir á norðureyri og til baka. Sannarlega fallegt umhverfi í ótrúlegu veðri. Ég þakka kærlega fyrir mig.
Ólafur Einarsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum