Takk fyrir mig og hressar móttökur síðustu helgi! Alltaf jafn yndislegt að koma vestur. Ekki klikkaði keppnin svo var sunnudagurinn ekki síðri þegar við fórum í straumleik inn í Dýrafirði.
Vil þakka Elínu Mörtu fyrir skemmtilegan róður og töff endasprett inn í höfnina. Væri gaman fá að vita hvaða tími mældist á milli okkar. Er svoo Viss um að EF ég hefði náð betri beygju eða EF ég bara hefði farið aðeins hraðar þá hefði ég pottþétt unnið!
Óska svo Halla innilega til hamingju með sigrana fyrir vestan,
Siglingadagameistari og Jarlkonungur Tala nú ekki um að vera búinn að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eins og svo skemmtilega var greint frá á mbl
mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1280260
Kv Heiða