Sjávarföll

26 des 2022 13:03 #1 by Ingi
Sjávarföll was created by Ingi
Þeir sem róa úr Geldinganesi hafa tekið eftir því hvað flæðarmálið er breytilegt. Stundum þarf að bera kayakana langa leið og stundum er hægt að róa næstum því uppá pall.
Þetta er því miður óhagstætt fyrir okkur þar sem að þegar það er stórstreymt þá standa himintunglin í sömu átt frá jörðinni snemma dags eða í kringum kl 06 og það þýðir að fjara er um hádegi. Í næstu viku á eftir þá er smástreymt og flóðið er nær hádegi og burðurinn því í styttra lagi. Núna er fjaran kl 1447  www.lhg.is/media/sjomaelingar_islands/Sj...foll_2022_vefutg.pdf
Nýtt tungl var þann 23 og tveimur dögum eftir er stærsti straumur og svo minkar hann fram til áramóta og svo byrjar aftur að vaxa 1 eða 2. jan. 
www.tide-forecast.com/locations/Reykjavik-Iceland/tides/latest
Gleðileg jól.
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum