Lurkur

25 jan 2023 11:21 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Lurkur
Hér er smá pistill frá Veðurstofunni um veðurfar síðustu vikna:Síðustu sex vikur þær köldustu í Reykjavík síðan 191820.1.2023Viðvarandi kuldatíð á landinu síðustu 6 vikur, frá 7. desember 2022 til 19. janúar 2023 er óvenjuleg. Tímabilið er kaldasta 6 vikna tímabil í Reykjavík frá 1918. Miklar breytingar urðu á veðrinu nú í nótt þegar lægð með hlýju lofti kom úr suðri yfir landið og hrakti þar með heimskautaloftið sem hefur verið ríkjandi yfir landinu undanfarið langt til norðurs. Hitasvið norðurheimskautsins í u.þ.b.1500 m. hæð.  Annað kortið sýnir stöðuna á miðnætti 19. janúar (aðfaranótt fimmtudags). Hitt kortið sýnir stöðuna á miðnætti 21. janúar (aðfaranótt laugardags).  Ísland merkt með rauðum hring. Það hefur verið mjög kalt á landinu öllu en að tiltölu hefur verið kaldast inn til landsins. Kuldatíðin er sérstaklega óvenjuleg á suðvesturhorninu. Ekki hefur verið kaldara í Reykjavík í desember í rúmlega 100 ár, en í desember 1916 var meðalhiti svipaður og í nýliðnum mánuði. Janúar hingað til hefur líka verið kaldur, og er byrjun janúar 2023 sú kaldasta frá því 1979. Síðust 6 vikur eru þær köldustu í Reykjavík síðan 1918, en þá var mikið kaldara á tímabilinu en nú.Alhvítir dagar í Reykjavík eru sömuleiðis óvenju margir og samfellt hvítt tímabil langt, það er nú komið í 34 daga og hefur einungis 5 sinnum verið lengra.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jan 2023 11:23 #2 by Ingi
Lurkur was created by Ingi
Lurkur er nafn á einum þeim harðasta vetri sem sögur fara af hér á landi. Mér varð hugsað til hans í róðrinum í gær. Ísalög út fyrir miðja Viðey bæði sunnan og norðan. Ef svona heldur áfram með hitafarið þá verður hægt að fara á sleða hringinn um Viðey um næstu helgi. Þetta var algjört basl og ef ekki hefðu komið tveir selir og lóðsað mig austur af Viðey og inná straum sem kom norður sundið við gulu höfuðáttabaujuna hefði ég ekki bara verið þrjá klukkutíma þessa kunnuglegu leið heldur langt fram á kvöldið. Það voru 8 selir sem komu og heilsuðu upp á mig í fjörunni fyrir neðan skálann í Viðey og tveir þeirra komu svo með reglulegu bili upp fyrir framan mig og gáfu mér smá hugmynd um vakir á leiðinni. Það munaði um þá leiðsögn.
kv.
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum