róður þann 4.mars

04 mar 2023 15:39 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic róður þann 4.mars
17 ræðarar lögðu af stað uppúr kl 10. Lundey og Viðey með smá kaffistoppi í vorblíðunni. Selir og smáhveli um allan sjó. Sjórinn spegilsléttur og allar aðstæður eins og best verður. 
14.1 km í bókina.
kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 mar 2023 21:28 #2 by Ingi
róður þann 4.mars was created by Ingi
Það lítur út fyrir blíðuveður á laugardaginn.
Við munum sennilegar fara í góðan hring um sundin. Stoppað og slakað á einvhersstaðar. Reikna með í Viðey.
Smá fróðleikur:
Vindur er alltaf sagður koma úr áttinni sem hann kemur úr. Austan átt þá kemur vindurinn úr austri. Straumur er aftur á móti alltaf  sagður vera í þá átt sem hann fer í. Norðurfall. þá er strauminn í norður.
kv.
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum