Það var ekki hægt að fara fram á betri aðstæður til róðurs en í morgun.
Hásjávað, sólskin og logn. 10 manns röru. Viðey hringuð réttsælis með kaffistoppi í kúmenbrekku. Nokkrir fóru lengri leið, en aðrir gáfu sér ekki tíma í stoppið og héldu tilbaka.
Ísalög á leiðinni frá Gufunesi að Viðey en ekkert til að tala um. Fengum sama ísinn í bakaleiðinni svo aftur þegar við komum að Fjósaklettum alla leið að eiðinu.
Smá innlögn myndaðist á meðan við rerum hringinn sem ýtti ísflákanum inn á Eiðisvíkina. Alltaf gaman að ryðja sér braut í gegnum smá ís.
Einn sá ástæðu til að æfa veltuna en aðspurður var það einungis gert til kælingar þar sem sólskinið var orðið svo sterkt. Allir voru klæddir eins og um miðjan vetur en þó að ís hafi verið á haffletinum var samt þokkalega hlýtt í sólinni. Guðrún Rós og Guðrún Sóley, Sigrún, Susan, Andri, Arnar, Martin og Marton, Jói og Ágúst Ingi sem var sjanghæjaður í róðrarstjórn.
Mikið fjör í fuglabjörgum en enginn selur né önnur sæspendýr sáust í þetta skiptið.
Ágúst Ingi