Ferðanefnd tilkynnir sumardagsróður fimmtudaginn 20. apríl. Þessi róður er kominn á fasta dagskrá enda tókst hann með ágætum í fyrra. Móttökur Þyts í Hafnarfirði gleymast engum. En þá að dagskrá fimmtudags: mæting kl. 10 við Búðaflöt (ekinn Álftanesvegur, beygt af hringtorgi inn á Suðurnesveg og loks endað að Búðaflöt, aðstöðu kayakklúbbsins Sviða. Þessi róður hentar byrjendum í klúbbnum og öllum hinum að sjálfsögðu. Svo róum við suðrí Hafnarfjörð og hvílum okkur hjá siglingaklúbbnum Þyt. Sama leið til baka. Vegalengd 10-12 km í fallegu umhverfi. Sjáumst Nefndin.