Núna þegar sól fer að hækka á lofti er komið að vinnudegi hjá okkur.
Eins og oft áður eru helgarnar í maí þétt setnar af frídögum og umsetnar af fimmtudagsfrídögum sem lokka vinnufúsar hendur úr bænum. Því varð það lendingin að hafa vinnudaginn laugardaginn 6. maí. Ég veit að fyrirvarinn er stuttur, en ég er búinn að skoða dagatalið - það er ekkert skemmtilegra í boði neins staðar á landinu en ryð-skrap og blettun þessa helgina, svo ég vonast eftir góðri þátttöku.
Í ár ætlum við, eins og svo oft áður að ryðberja, skrapa og mála gámana, tjörupappaleggja þökin á þeim og dytta að pallinum, ásamt hefðbundinni vorhreingerningu á búnings- og aðstöðugámum.
Að verki loknu verður grillað.
Mæting kl 10.
Kveðja,
Nefndin