Fréttir af leiðangri Martons í kringum landið

03 jún 2023 19:06 #1 by Susanne
Marton lagði af stað í leiðangur sinn í kringum landið frá Geldinganesi í hagstæðu veðri síðastliðinn miðvikudag, 31. Maí. Við Martin fylgdum honum til Akraness, en furðulegt var svo að kveðja hann þar, vitandi að hann eigi meira en 2000 km eftir af ferð sinni. Marton nýtti svo góðviðrisdaga þessarar viku vel en hann nam land við Búðir á sunnanverðu Snæfellsnesi í gærkvöldi. Á leið sinni þangað fékk hann æfingu af því að rata í þoku, mætti tveimur háhyrningum og meira að segja einum rostungi. Nú er veður og vindátt ekki hagstæð til að leggja í róður út með nesinu og ætlar hann því að vera í landi þar til aðstæður verða betri. 
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum