Breiðafjarðar ferð 30 júní – 02 júlí 2023

03 júl 2023 22:26 - 03 júl 2023 22:30 #1 by Larus
 Breiðafjarðar ferð 2023.

Þann  30 júní hittust  nítján félagar i Kayakklúbbnum  við Ós austan við Stykkishólm og gerðu sig ferðbúna til að róa út í Öxney en þar var ráðgert að dvelja i tvær nætur.
Veðurspá helgarinnar  var mjög góð fyrir suðureyjarnar, norðaustan átt herjaði um allan Breiðafjörð með talsverðum vindi en þar sem við dvöldum var hið besta veður.
Róðurinn út i Öxney var tíðindalítill , við vorum á háflóði og flestir ræðararnir þaulvanir og vissu uppá hár hvernig skyldi haga sér,  við rérum að landi í Gvendareyjum og skoðuðum mannvirkin og eyjuna frá sjó, ekki sást til mannaferða en sumarábúandi hefur lítinn áhuga á heimsóknum gesta.
Brattistraumur var flatur og meinlaus er við rérum áleiðis til áfangastaðar okkar.Í Öxney tók við tjöldum og var kvöldið nýtt til skrafs og spjalls, nokkrir  tóku göngutúra um eyjuna og jafnvel fram á nótt. 

Að morgni laugardags var lagt af  norður um  og stefnan var að hringa  Öxney og Brokey, beiðni farastjóra um að hópurinn fengi að taka land og skoða sig um i Brokey var fálega tekið, þar var fjöldi manns við  smalamennsku og rúning og hópur gesta hefði hæglega getað truflað bæði menn og fé.Við rérum því að bæjarstæðinu rétt til að kíkja en héldum svo ferð okkar áfram.
Við tókum svo matarstopp í austurenda Norðureyjar þar sem bærilegt var að komast i land en lágsjávað var um hádegis bilið. Ferðinni var svo haldið áfram suður um og þegar við fórum að nálgast vestur enda Brokeyjar fóru straumarnir að segja til sín en hópurinn réð vel við aðstæður og komst klakklaust i náttstað. 

Þegar þangað kom tók við ýmislegt stúss ss.  veltu og björgunaræfingar hjá nokkrum , sjósund og  veiðimennska sem skilaði kvöldmatnum fyrir nokkra. Kvöldið leið við sameiginlegt matarstúss, spjall og endaði með örlitlum og varfærnislegum varðeldi.
Róðurinn til baka í bílana var talin af farastjóra  tíðindalítill en þegar við nálguðumst Gvendareyjar fóru að berast drunur og Brattistraumur var ekki árennilegur þótt komið væri talsvert fram yfir tíma fjöru i Stykkishólmi en útfallið úr Álftafirði gerði sitt i að búa til aðstæður. Við tókumst á við  strauminn austan við þann bratta sem var  ansi strembinn en nokkur fjöldi ræðara komst upp, aðrir renndu  sér yfir þar sem hægt var að draga báta við  landi.  Yngsti félaginn i ferðinni Þórhallur komst upp með glæsibrag  en pabbinn varð að játa sig sigraðan, en hann var stoltur af stráknum.

Þegar við nálguðumst land tókum við kaffipásu i Háey þar sem skipsflak er, ekki var meiningin að skoða flakið aftur en við þurfum smá biðtíma þar sem ekki var róðrarfært inn að Ósá í bili, að lokum kaffitíma og hópmyndatöku var lagt af stað  og síðasti spölurinn var genginn í grunnu vatni á góðum sandbotni sem var ágætt til hreinsa skó og galla eftir svarta drulluna í vognum i Öxney.

 Alls voru rónir um 37 km i ferðinni, minna hjá einhverjum og meira hjá öðrum.

Kærar þakkir til þeirra sem lögðu hönd á plóg við róðrarstjórn og aðra aðstoð en án góðrar samvinnu virkra klúbbfélaga verður svona ferð ekki farin. 

Ræðara voru:
Gísli Karls, Páll Reynis, Þormar, Þórhallur, Sveinn Elmar, Arnar Már, Hrefna, Valgeir, Málfríður, Kolla, Logi, Indriði, Guðrún Sóley, Rad, Ignacio, Martin, Susanne, Jói og Lárus.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2023 12:05 #2 by Susanne
Við Jói mætum. Susanne 8935794

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2023 12:02 #3 by Martin
Mæti.
Martin - 7730323

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2023 14:46 #4 by Larus
Á vef ríkissjónvarpsins i þáttaröðinni Eyðibýli er Öxney heimsótt 

www.ruv.is/sjonvarp/spila/eydibyli/16784/502284

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2023 22:57 #5 by indridi
Ég mæti

Indriði - 8684598
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jún 2023 21:33 #6 by Kolla
Ég skelli mér með í Breiðafjörð!
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jún 2023 11:53 #7 by m.adal@online.no
Sæll Lárus, ég mæti og hlakka til!
Málfríður
8654155/ +47 41420694

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2023 12:41 #8 by ValgeirE
Við Hrefna mætum
Valgeir 780-4077
Hrefna 773-6226

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jún 2023 11:56 - 30 nóv 2023 14:56 #9 by arnar75
Ég óska eftir skráningu
Arnar Már
xxxxxxx

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2023 22:51 #10 by sveinnelmar
Mæti
Sveinn Elmar
8611978

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2023 15:28 #11 by Páll R
Skrái mig í ferðina (s: 6986748)

kv/Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jún 2023 21:29 #12 by Orsi
Skrái mig hér og þar með 8411002

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jún 2023 15:39 #13 by gsk
Skrái mig hér með,
kv.,
Gísli Karls.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2023 18:19 - 26 jún 2023 14:45 #14 by Larus
Breiðafjarðarferðin i ár verður í eyjarnar sunnan til i Hvammsfirði, tjaldað verðir til tveggja nátta i  Öxney, á laugardeginum förum við i og umhverfis Brokey og fleiri eyjar verða heimsóttar.Róið verður frá  Ósi  sem er i mynni Álftafjarðar –ekið er um Snæfellsnesveg nr, 54frá vegamótum  við Stykkishólm   eru um  20 km– þar til komið er að vegi merktum   ÓS. Frá Reykjavik eru um 190 km að Ósi Því er æskilegt að mæta  ekki síðar  en kl. 15.00  föstudaginn 30.  og pakka í bát og græja sig, stefnum á  að leggja af stað  uppúr kl. 16.
 Allt vatn skal hver og einn taka meðferðis heiman frá, reikna skal með 2-3 lítrum á hvern mann á sólarhring.
Algjört skilyrði er að hver þáttakandi taki allt sitt sorp til baka sjálfur og að ekki liggi neitt eftir.

Kayak skal vera sjókayak með lokuðum vatnsþéttum hólfum að framan og aftan og traustum dekklínum allan hringinn.
Sjá má mjög hjálplegan texta um útbúnað í kayakferð á síðu klúbbsins sem hafa má til hliðsjónar athugið að ekki er gerð krafa um að allir hafi allan þann búnað meðferðis.

Ferð þessi er opin til þátttöku þeim félögum i Kayakklúbbnum sem standast kröfur klúbbsins um getu til að takast á við 3 þriggja ára ferð samkvæmt skilgreiningum klúbbsins, sjá hér að neðan:

Ferðir þar sem þvera þarf firði eða róa um svæði þar sem langar vegalengdir eru milli landtökustaða.
Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun, séu byrjaðir að tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratök og geti róið 20 - 30 km á dag.



Skráning i ferðina skal gerast hér á korkinum i þessum þræði, gefa skal upp nöfn þátttakenda og símanúmer.

Fararstjóri er Lárus  gsm 822 4340 – ath. að þátttaka er háð samþykki farastjóra

 Gott að skoða vegna pökkunar:
lg



 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum