Félagsróður 31. Ágúst 2023

31 ágú 2023 23:04 - 31 ágú 2023 23:04 #1 by sveinnelmar
 
17 róuðu sig umhverfis Þerney og Gnes með viðkomu í Gnes þar sem teknar voru klettalandtökuæfingar undir stjórn vitahopparsns Veigu Grétarsdóttur. Einnig var hlustað á stuttan fyrirlestur frá Kanadíska gestinum Mike frá Paddle Canada um kanadíska  róðratækni. Talsvert þurfti að bíða eftir Örlygi og Veigu en þau áttu rómantíska stund aftast við ruslatínslu.
Skemmtilegur róður, takk fyrir mig
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2023 11:11 #2 by sveinnelmar
Ég tek að mér róðrarstjórn í fjarveru Susanne. 
Veðurspá er góð, 2-4m/s og það er háflóð klukkan 18:40.
Róðraleið verður ákveðin á pallinum en við skulum ekki útiloka sull og jafnvel að æfa klettalandtöku í Fjósaklettum og að hoppa fram af klettum ef þið eruð í stuði. Verið því heldur í þurrgalla. Þetta gæti orðið gaman. 

Mæting klukkan 18:30, Brottför 19:00

Sveinn Elmar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum