Siðdegisróður í september

07 sep 2023 18:02 - 07 sep 2023 18:06 #1 by Ingi
Nú er hægt skv. kjarasamningum flestra að taka sér styttingu úr vinnunni. Það  var einmitt það sem ég gerði eftir hádegið í dag. Blankalogn og blíða um allan sjó. Hásjávað en það er betra fyrir  bakið finnst okkur sem erum farnir að sjá í seinni endan á ferlinum.
Það voru 7 margæsir í fjörunni austan eiðis þegar ég lagði af stað rétt uppúr kl tvö. eða hálfþrjú í dag. Einn selur var að forvitnast og kom næstum allur uppúr þegar hann sá mig nálgast sig þarna í fjöruborðinu. Himbrimi var að fá sér í gogginn og ein kría flaug yfir mig á leiðinni austur með Geldinanesinu. Þegar stefnan var tekin í norður í Þerneyjarsundið lá einn selur á steini og fylgdist letilega með þegar ég leið framhjá honum eins hljóðlega og ég gat. Hann lét mig ekki trufla sig. Á miðri leið að Gunnunesi var lóma par og þau köfuðu þegar ég átti svona 5-10m í þau. Nokkrar teistur og mávabjánar á stökustað. Þegar kom að vesturendanum á Þerney var ég svona að spá í kílómetra mig aðeins og fara Lundey og Viðey en lét það vera þar sem að þrekið er ekki komið í svo gott lag að það hefði borgað sig. En þá var stefnan sett á Gnes endan og reynt að ná einhverjum takti í þennan róður og það gæti hafa tekist. Allavega var veðrið ekki til að trufla mann. Enginn veiðmaður á Pólverjagarðinum í þetta skiptið. Það fá greinilega ekki allir styttingu eins ég. Fjöldi margæsanna var kominn yfir þrjátíu þegar ég lokaði hurðinni á aðstöðunni.  Smá fróðleikur um þær hér:

is.wikipedia.org/wiki/Marg%C3%A6s

Fínt að ná að viðra sig aðeins í blíðunni. Kom í fjöru ekki of seint og þá burðurinn á pallinn ekki alveg að drepa mann.

Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum