Félagsróður 16. september

16 sep 2023 14:16 #1 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 16. september
Það voru 7 ræðarar sem mættu ásamt óveðurskrákunni, semsagt 8 ræðarar létu smá rok ekki stoppa sig og fóru Geldinganeshring.  Skemmtilegar og aðeins krefjandi aðstæður eins og lofað var.  Meðalhraðinn síðustu km á móti vindi og að okkar ágætu aðstöðu var í lægri kantinum.  Takk fyrir skemmtilega morgunstund.
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 sep 2023 12:56 #2 by Klara
Félagsróður verður á sínum stað í fyrramálið.  Eins og við er að búast þegar undirrituð er róðrarstjóri er veðurútlit ekkert allt of gott.  Það hvessir nokkuð upp úr 10 og það verður orðið nokkuð hvasst um hádegi, amk 10 m/s SA.  Við tökum stöðuna á pallinum í fyrramálið, en það er ekki ólíklegt að aðstæður verði krefjandi og skemmtilegar. 

Sjáumst hress og kát í fyrramálið.
Klara. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum