félagsróður 23.september

23 sep 2023 15:12 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic félagsróður 23.september
Það voru 16 ræðarar sem lögðu af stað í morgun. Allir komu tilbaka. Veðuraðstæður voru aðeins meira í takt við árstímann en spáin hafði sagt til um. En spá er bara spá. Smá ölduhopp en aldrei neitt meira en tvö fet höldum við aldrei meir en það. Sjórinn var ylvolgur og verður það fram í des. ef að líkum lætur. Þá er komið að lúffum og svoleiðis búnaði.
En kaffistoppið var eins og lofað var og svo smá kardío á leiðinni heim.
Allir komnir tilbaka fyrir kl 13 með amk 11km í lommen.
kv.
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 sep 2023 15:32 #2 by Ingi
Í fyrramálið kl 10 verður lagt af stað frá höfuðstöðvum klúbbsins. Veðurútlit er gott. Hitastig sjávar og lofts er nánast það sama um og yfir +10°C Háflóð um hádegisbilið en smástreymt sem þýðir að burður verður í styttri kantinum. 

Semsagt allir ættu að geta ráðið við þær aðstæður sem verða í þessum róðri. Þeim fækkar snarlega uppúr þessari helgi svona kjöraðstæðum. Róið verður útfyrir Lundey og Viðey. Einhverjir 2-3 klukkutímar ættu að duga með smá stoppi í Viðey. Þetta verður ekki hraðferð svo það sé sagt og æfingar í sjónum gætu vel átt sér stað en það er komið undir hverjum og einum.
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum