Félagsróður 7.10 með sögulegu ívafi

05 okt 2023 10:31 #1 by Sveinn Muller
Róið verður réttsælis umhverfis Viðey og tekin stutt stopp og sagt frá því helsta sem fyrir augu ber. Milljónafélaginu, þorpinu, lestarteinum, skelfilegum örlögum Ingvars og einni mestu átveislu sögunnar.
Veðurspá dagsins er okkur hagstæð, hæglætis veður og bjart. Það getur verið svalt í morgunsárið, en fallegt verður það.

Mæting kl.9:30, farið á sjó kl.10

Sveinn Muller.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum