Veðurspá 12. október kl.18 er norðan 10 m/s en úrkomulaust. Hiti um 4°
Því er tilvalið að skella sér að fyrirlestur um veðrið sem Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur heldur.
Eftir fyrirlestur Elínar munu Hörn og Þórður segja frá kayaknámskeiði sem þau fóru á Króatíu í vor. Guðrún Sóley segir frá kayakferð sinni til Grænlands í sumar. Ef tími vinnst til þá verða fleiri ferðasögur.
Tilvalið tækifæri að afla sér upplýsinga um kayakferðir/-námskeið á framandi slóðum. Hvað kostar þetta allt saman? Hvaða búnað þarf að hafa með.
Í hléi verður kók og prins póló á línuna.
Hvað: Fyrirlestur um veðurfræði og veðurfar + kayakferðir erlendis
Hvenær: Fimmtudagur 12. október kl. 19:30
Hvar: Í húsnæði Þyts í Hafnarfirði