Oddbjarnarsker

23 okt 2023 06:40 - 24 okt 2023 15:45 #1 by Sveinn Muller
Replied by Sveinn Muller on topic Oddbjarnarsker
Oddbjarnasker er lítið annað en melgróinn skeljasandshaugur vestur af Flatey, það er um 120m að lengd og 80m að breidd og innan við 10m yfir sjó á hæð.Talið er að verstöðvar hafi verið hér frá 14. öld. Árið 1703 voru skráðaðar 27 verbúðir. Eggert Ólafsson talar um að þarna hafi 30-40 skip gerð út á vorin og því nálægt 200 manns þegar flest var, þá hefur skerið æði þétt setið og þessi hólmi fjölmennasta eyjan á Breiðafirði og einn af fjölmennustu stöðum á Íslandi hluta úr ári í allavega sex aldir.

Ein saga úr Oddbjarnaskeri
Í móðurharðindunum 1783 frétti Eggert í Hergilsey af óvenju mikið væri af fátæku fólki í sveitunum umhverfis Breiðafjörð og væri bjargarlaust. Eggert gerði þá ferð til lands, í óþökk sumra sveitunga sinna, og sótti nokkra tugi af þessu blásnauða fóki og flutti út í Oddbjarnasker. Talið hafa verið um 70 manns. Í Oddbjarnaskerfi var alltaf björg að fá. Verbúðirnar í Oddbjarnaskeri rúmuðu illa allt þetta fólk enda lagði Eggert hald á allt laust húsnæði í verbúðunum, þegar það dugði ekki til tók Eggert þá stórt skip sem hér Hringur sem hann átti, fór með það út í Sker, hvolfdi því þar og bjó nokkru af þessu fólki vistarverur undir því. Ásamt fleiri Hergilseyingum hjúkraði hann fólkinu meðan það var að hjarna við og færði því mat að heiman, studdi síðan fólkið til að sækja sjóinn sjálft og flutti síðan til lands með óskertan aflahlut að lokinni vertíð. Geta sumir þekktustu og efnuðustu Breiðfirðingum síðustu mannsaldra rakið ættir sínar til þessa bágstadda aðkomufólks. Saga er til af því að Eggert hafi flutt þrjár mjólkurkýr í skerið. Nærði Eggert fólkið á mjólk, eggjum, fugli og sjávarfangi. Þegar fólk fékk vinnuþrek á ný lét hann það róa til fiskjar. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 okt 2023 14:32 - 19 okt 2023 14:32 #2 by Ingi
Oddbjarnarsker was created by Ingi
Fyrir nokkru var á ferðaáætlun Klúbbsins ferð út í Oddbjarnarsker. Ég rakst á þessa grein um þetta sker.
Hér er linkur á hana: timarit.is/page/3551997#page/n12/mode/2up
Kannski verður einhverntíman hægt að kíkja þangað. 
Kv.
Ágúst Ingi 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum