hitastig sjávar

19 jan 2024 09:41 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic hitastig sjávar
Sjávarhitinn í Reykjavík er undir 2° núna. 
Þumalputtaregla:
Ef maður fellur útbyrðis í kaldan sjó má reikna með að hann lifi í jafnmargar mínútur og hitastigin eru. 

En því feitari sem maður er því lengur lifir maður og öfugt.

kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jan 2024 14:35 #2 by Ingi
hitastig sjávar was created by Ingi
Hitastig sjávar á því svæði sem við þekkjum best á sundunum við höfuðborgina er talsvert breytilegt.
Nú vel á þriðju gráðu: vedur.mogt.is/harbor/?action=Stations&harborid=1&stationid=1004

En hann Trausti veðurfræðingur tók saman fína skýrslu sem er aðgengileg hér: 

www.vedur.is/media/vedurstofan/utgafa/gr...erdir/2003/03013.pdf

Eins og menn og konur og hvár muna þá var mikill frostakafli um áramótin þarsíðustu eða ca frá því um miðjan des og fram í miðjan feb. Frostið fór niður í 20-30 gráður hér um slóðir.
Sveiflurnar í hitastigi koma soldið á óvart en við finnum einna best sem hafa verið í þessum kraparóðrum. 
Gleðilegt ár og vonandi róum við meira á þessu ári en á því síðasta. Allavegana ég.
Kv.
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum