Þá er komið að ferð númer tvö, í boði ferðanefndar, og í þetta sinn er það Akranes. 
Lagt er af stað frá Geldingarnesi kl. 9 og keyrt sem leið liggur að 
	Sólmundarhöfða
 þar sem bílum verður lagt, -/við Dvalarheimilið Höfða á Akranesi. Þar verður sjósett og róið að Naustafjöru þar við munum æja og svo róið til baka sömu leið. 
Tilvalið er að skola af sér í Guðlaugu á Langasandi að loknum róðri. 
Sameinumst í bíla eftir því sem hægt er. Nauðsynlegt er að hafa gott nesti með fyrir daginn, sundföt og góða skapið!
Reikna má með um 15 km róðri. Fjara er um 09:35. Ágætis verðurspá er fyrir laugardaginn, staða tekin þegar nær dregur..
Áhugasamir látið endilega vita hér eða á Korkinum, gott er að vita sirka fjölda 
 Eins ef þið hafið pláss fyrir auka bát og rass, þá má það fylgja með. 
Nánari upplýsingar veita:
Perla - 8648687
Natalía - 8465889