NÝ DAGSETNING Vinnudagur 9. júní !!! NÝ DAGSETNING !!!

06 jún 2024 14:06 - 06 jún 2024 14:34 #1 by indridi
Eins og fram kom að neðan, þurfti að fresta vinnudeginum sem upphaflega var settur síðasta laugardag. Næsti laugardagur, 8. júní, lítur heldur blautur út í veðurkortunum, en sunnudaginn 9. júní er hins vegar spáð sólskini, þurrki og allsherjarblíðu.

Vinnudagur klúbbsins verður því næstkomandi sunnudag, 9. júní.

 

Klúbburinn var að endurnýja gáma, og verður eitthvað umstang í kringum það.
  • Mikilvægt er að grunna og mála nýju gámana að ofanverðu, svo þeir falli betur í umhverfið, og til að tryggja góða endingu. Einnig verður haldið áfram verki undanfarinna ára við að leggja tjörupappa á þök gámanna. 
  • Eitthvað er um myndarlega gróðurbrúska við nýju gámana sem opnast til austurs, og þyrfti að fjarlægja þá til að auðvelda opnun og umgengni. Félagsmenn sem hafa tök á mega endilega taka með sér verkfæri sem duga til þess (malarskófla, stunguskófla, haki, gaffal eða hvað sem virkar).

En aðallega eru hefðbundin störf á dagskránni. Ryðberja, skrapa og bletta gámana, tjörupappaleggja þökin á þeim og dytta að pallinum, ásamt hefðbundinni vorhreingerningu á búnings- og aðstöðugámum.

Að verki loknu verður grillað.

Mæting kl 10.

Kveðja,
Nefndin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2024 22:11 #2 by indridi
Replied by indridi on topic FRESTAÐ !!! (Vinnudagur)
Eins og veðurglöggir hafa sjálfsagt tekið eftir, er veðurspá yfir helgina afar óhagstæð fyrir málningarvinnu, með skúraveðri meira og minna.

Við höfum því ákveðið að fresta vinnudeginum um eina viku.

Vinnudagurinn verður því laugardaginn 8. júní, mæting kl. 10 og dagskrá eins og áður var auglýst.

Kveðja,
Nefndin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2024 22:28 - 06 jún 2024 13:55 #3 by indridi
Nú er komið að okkar árlega vinnudegi.

Ákveðið hefur verið að hafa vinnudaginn laugardaginn 1. júni - þetta er afbragðs upphitun fyrir spennandi kosningavöku.

Klúbburinn er að endurnýja gáma, og verður eitthvað umstang í kringum það. Mikilvægt er að grunna og mála nýju gámana að ofanverðu, svo þeir falli betur í umhverfið, og til að tryggja góða endingu.

En aðallega eru hefðbundin störf á dagskránni. Ryðberja, skrapa og mála gámana, tjörupappaleggja þökin á þeim og dytta að pallinum, ásamt hefðbundinni vorhreingerningu á búnings- og aðstöðugámum.

Að verki loknu verður grillað.

Mæting kl 10.

Kveðja,
Nefndin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum