Eins og fram kom að neðan, þurfti að fresta vinnudeginum sem upphaflega var settur síðasta laugardag. Næsti laugardagur, 8. júní, lítur heldur blautur út í veðurkortunum, en sunnudaginn 9. júní er hins vegar spáð sólskini, þurrki og allsherjarblíðu.
Vinnudagur klúbbsins verður því næstkomandi sunnudag, 9. júní.
Klúbburinn var að endurnýja gáma, og verður eitthvað umstang í kringum það.
- Mikilvægt er að grunna og mála nýju gámana að ofanverðu, svo þeir falli betur í umhverfið, og til að tryggja góða endingu. Einnig verður haldið áfram verki undanfarinna ára við að leggja tjörupappa á þök gámanna.
- Eitthvað er um myndarlega gróðurbrúska við nýju gámana sem opnast til austurs, og þyrfti að fjarlægja þá til að auðvelda opnun og umgengni. Félagsmenn sem hafa tök á mega endilega taka með sér verkfæri sem duga til þess (malarskófla, stunguskófla, haki, gaffal eða hvað sem virkar).
En aðallega eru hefðbundin störf á dagskránni. Ryðberja, skrapa og bletta gámana, tjörupappaleggja þökin á þeim og dytta að pallinum, ásamt hefðbundinni vorhreingerningu á búnings- og aðstöðugámum.
Að verki loknu verður grillað.
Mæting kl 10.
Kveðja,
Nefndin