Hörpuróður 2. júní - sjómannadaginn. -AFLÝST

06 jún 2024 20:27 #1 by SPerla
Það blés ekki byrlega fyrir róður á sjómannadagin eins og komið hefur fram. Þannig fór um sjóferð þá. Við Örlygur ákváðum þó að taka óformlegan róður að Leirvogsá og til baka. Fengum meðbyr mikinn áleiðis þannig að vart þurfti að væta ár en fengum stífa vestanátt beint í fangið á bakaleiðinni. Hittum æðarunga en enga kópa á leiðinni. Hinn fínasti túr. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2024 19:53 - 01 jún 2024 11:28 #2 by SPerla
Hörpuróður á sunnudag.
Brottför (departure) kl. 11:30 frá Geldingarnesi og 12:15 frá Skarfakletti. Róið verður meðfram ströndinni og inn í Reykjavíkurhöfn þar sem við sýnum okkur og sjáum aðra. Væri gott að vita hverjir ætla að róa og hvaðan. Muna nesti og heitt á brúsa.Þetta er einnar árar róður og því kjörin fyrir byrjendur. Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi kynnt sér félagabjörgun og helstu öryggisatriði sem varða kayakróður.Samkvæmt spánni í dag á hann að blása að suðvestan 8-10 m/s. Meira um það síðar. 

Perla  864-8687

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum