Kjalarnes laugardaginn 20.júlí

16 júl 2024 22:24 - 16 júl 2024 22:44 #1 by arnar75
Laugardaginn 20.júlí er næsti túr ferðanefndar á dagskrá. Að þessu sinni ætlum við að róa dagsferð um Kjalarnesið.
Brottför kl.13 frá dælustöðinni neðan við Klébersskóla, sjá rauðan hring á skýringarmynd í viðhengi og  hér
Þaðan verður róið vestur Jörfavík/Hofsvík að Presthúsatöngum, yfir í Nesvík, Gullkistuvík og þaðan fyrir sjálft Kjalarnesið. Þá liggur leiðin í Borgarvík og fyrir Músarnesið í Andríðsey þar sem tekið verður land og kaffistopp. Andríðsey er friðuð og á nátturminjaskrá. Þar er alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð og m.a. stærsta lundabyggðin við Faxaflóann.
Ströndin við Kjalarnes er klettótt, mikið um sker og grynningar. Hún er óvarin og fyrir opnu hafi og því varhugaverð fyrir okkur kayakfólk þegar eitthvað hreyfir sjóinn. Við þurfum því að hafa það í huga þó spáin fyrir helgina sé ágæt.
Reikna má með að heildarvegalengd ferðarinnar verði ca.20km. Hún flokkast sem 2.ára ferð, sem þýðir að lágmarkskröfur þátttakenda eru að hafa æft félagabjörgun og geta róið a.m.k. 20km á einum degi.

Vinsamlegast tilkynnið þáttöku til undirritaðs á arnar75@gmail.com eða SMS 8926308

Sjáumst hress
Arnar Már

   

 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum