Hvalfjörður - sunnudaginn 25. ágúst.

27 ágú 2024 16:44 #1 by SPerla
Það voru kvenskörungar miklir sem mættu í Hvalfjörðinn í blíðskaparveðri. Eftir smá „messusöng“ og hópmyndatöku var róið sem leið lá að Geirstanga og þaðan yfir á Geirshólma þar sem undirrituð sagði frá sögu Geirshólma, sem getið í Harðar Sögu Hólmverja. Þar höfðu Hólmverjar, ræningjalið undir forystu Harðar Grímkelssonar, aðsetur og fóru þaðan reglulega í ránsferðir um nálægar sveitir. Verður seint sagt að þar hafi öndvegismenn verið á ferð.Eftir sögustund var róið yfir að Miðsandi þar sem áð var á góðum grasbala. Þaðan var svo róið með fram landi að Hrafnseyri og þaðan þverað yfir á Hvammsvík. Eftir frágang á bát og búnaði var farið í sjóböðin og slakað á eftir góðan dag, þar sem við sáum erni, seli og Lóma svo fátt eitt sé nefnt.
Þakka þeim er tóku þátt, þessir röru: Perla, Eva, Guðrún Rós og Sigrún.  Hér eru myndir .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2024 16:50 - 21 ágú 2024 16:55 #2 by SPerla
HVALFJÖRÐUR NÆSTKOMANDI SUNNUDAG 25. ÁGÚST!!
Spáin lítur vel út, sólargæta og norðanátt, 5-6 m/s. Stefnt á að gera allt sem áður var auglýst. Kjörið fyrir byrjendur og styttra komna. Fáum 25% afslátt í böðin eftir róður. Þeir sem ætla í böðin þurfa að melda sig (helst fyrr en seinna).  Mæting í Hvammsvík kl. 10 (þegar svæðið opnar).

Melding hér eða í síma 864-8687 (Perla)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 júl 2024 13:38 - 25 júl 2024 15:19 #3 by SPerla
Vegna lítillar þáttöku en aðallega leiðindaspár (segir nú mígandi rigning) að þá er ákveðið að fresta þessu að sinni. Sjáum aftur til í ágúst-september þegar spáin lofar betri tíð og vonandi með blóm í haga  . Fyrirvari á ferð gæti þá orðið stuttur en verður auglýst hér og á fb. síðu klúbbsins. 
Góðar stundir. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2024 12:20 #4 by Monicolien
Hæ, mig langar að vera með, einnig í böðin í Hvammsvík.
kveðja, Monique van Oosten

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2024 12:12 #5 by SPerla
Það er skammt stórra högga á milli og nú er komið að næstu ferð klúbbsins. Hvalfjörður, sunnudaginn 28. Júlí.
Mæting er í Hvammsvík kl. 10 en leyfi hefur fengist fyrir sjósetningu þaðan. Áætluð sjósetning er kl. 10:30. Róið verður út að Þyrilsnesi og þaðan yfir í Geirshólma, hann hringaður áður en þverað verður yfir að bryggjunni á Miðsandi (sem er rétt vestan við Hvalstöðina), þar er gott að taka kaffistopp. Róið verður svo meðfram ströndu norðan megin og þverum síðan frá Hrafneyri aftur yfir í Hvammsvík. Heildarróðrarleið er um 14km. Svo er um að gera að skella sér í sjóböðin í Hvammsvík eftir róður þar sem við fáum 25% afslátt. Muna eftir sundfötum og handklæði.

Melding fer fram á korki kayakklúbbsins eða á fb síðu kayakklúbbsinsEf þið ætlið að nýta ykkur böðin þá vinsamlegast látið það fylgja með! Ef einhverjum rössum vantar far og eins ef þið hafið pláss fyrir aukarass og bát, þá má smella því með.
Þetta er einnar árar ferð og því væn fyrir byrjendur en lágmarkskröfur um hæfni er að þátttakendur hafi kynnt sér félagabjörgun og helstu öryggisatriði sem varða kayakróður.

Nánari upplýsingar:
Perla – 864 8687
Natalía - 846-5889
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum