Ferðin hefst i höfninni á Klauf vestan við Reykhóla í Austur Barðastrandasýslu,
vegur 607 Reykhólasveitarvegur frá afleggjara til Reykhóla.
Frá Reykjavík er ca 235 km, ca 3 timar á löglegum hraða án stopps.
Mæting þar föstudag 8 ágúst kl.13.00 í Klauf.
Á föstudag róum yfir til Skáleyja sem er um 12 km róður og tjöldum þar til tveggja nátta.
Að morgni laugardags skoðum við svæðið sunnan eyjanna, förum kl. 10.0 í Sviðnur og tökum land þar og róum svo til baka í Hvallátur og svo til Skáleyja aftur, gæti verið ca 20 km dagur.
Á sunnudag kl 11.00 höldum við til baka í Klauf.
Alls reiknum við með 35-40 km km róðri í ferðinni.
Allt vatn skal hver og einn taka meðferðis heiman frá, reikna skal með 2-3 lítrum á hvern mann á sólarhring.Algjört skilyrði er að hver þáttakandi taki allt sitt sorp til baka sjálfur ogað ekki liggi neitt eftir.
Kayak skal vera sjókayak með lokuðum vatnsþéttum hólfum að framan og aftan ogtraustum dekklínum allan hringinn.Ferð þessi er opin til þátttöku þeim félögum i Kayakklúbbnum sem standastkröfur klúbbsins um getu til að takast á við 3 þriggja ára ferð samkvæmtskilgreiningum klúbbsins, sjá hér að neðan.
Ferðir þar sem þvera þarf firði eða róa um svæði þar sem langar vegalengdir eru milli landtöku staða.Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun, séu byrjaðirað tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratök og geti róið 20 - 30 km ádag.
Skráning i ferðina skal gerast á korkinum fb eða á heimasíðu klúbbsins.Gefa skal upp nöfn þátttakenda og símanúmer.
Fararstjóri er Lárus s. 822 4340,
ath. að þátttaka er háð samþykki farastjóra.