Maraþonferðin 24. ágúst:

17 ágú 2025 09:21 - 17 ágú 2025 09:26 #1 by SPerla
Næst á dagskrá ferðanefndar er maraþonferðin. Mæting í Geldinganes kl. 9:00 og sjósett kl. 9:30. Róið verður frá Geldinganesi út í Hvammsvík. Hægt verður að hoppa inn og út úr ferðinni í sandfjörunni fyrir neðan svínabúið við Brautarholt og á Hvalfjarðareyri. Tekin verða tvö stutt 5-10 mín „teygjustopp“ og eitt gott kaffistopp. Þegar búið verður að pakka bátum og búnaði í Hvammsvík er tilvalið að skella sér í böðin í Hvammsvík þar sem við fáum afslátt. Athugið að til að nýta afsláttinn í böðin þarf að gefa svar fyrir föstudaginn 22. ágúst
Heildarvegalengd er ekki hentug byrjendum en þeir geta þá nýtt sér það að hoppa inn í ferðina á miðri leið og skal þá láta vita af því. Hægt er að skrá sig í hér eða á Abler. Einnig er hægt að hafa beint samband við mig (Perla 8648687). Það er inni í myndinni að klúbbkerran bíði Hvammsvík og ferji báta til baka en það mun fara eftir fjölda.
Heildarvegalengd er tæpir 40 km og má áætla að taki eina 6-8 tíma. Eins og alltaf er ferðin háð því að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir.

Sjáumst!
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum