Núna á sunnudaginn 2.nóv er fyrsta sundlaugaræfing vetrarins kl. 16-18 í Laugardalslauginni - aðkoma með kayak á horninu við Wordclass.
Það eru slatti af styttri bátum ásamt árum og svuntum geymdir í sundlauginni sem félagar geta nýtt sér, við getum ekki boðið uppá sjókayaka til láns og það verður ekki grunn laug í boði.
Kjörið tækifæri til að æfa veltur, bjarganir og alls konar…
Við þurfum að sjá til þess að bátar séu hreinir þegar þeir fara i laugina, borga okkur inn og hafa gaman:)