Félagsróð 19. júlí

08 sep 2007 18:28 #1 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Félagsróður 8 september
Félagsróður 08.09.2007

Tólf manns í fyrsta laugardagsróðri þetta haustið. Róið suður fyrir Viðey og þaðan beint í Engey þar sem tekið var land. Eitt umræðuefnið var orkufrek ljóssúla sem búið er að setja upp í Viðey til heiðurs John Lennon.

Síðan var haldið norður fyrir Engey og að Viðey þar sem hópurinn skiptist í tvo hluta. Fimm héldu fyrir
Geldingarnesið og sjö fóru stystu leið til baka. Flott veður, renniblíða endaði í 16 km róðri.

Kv.
Gummi B.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2007 12:08 #2 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Félagsróð 30 ág
Félagsróður 30 ágúst 2007

Níu manns lögðu upp í gærkvöldi. Tveir fóru Geldingarneshring en sjö stefndu á Lundey síðan
Viðey með stoppi á kaffistaðnum. Renniblíða og endað í nokkru rökkri rétt um kl. 10 við gámana.

Hvammsvíkurmaraþon er sett núna á laugardaginn sem þýðir að héðan í frá verða félagsróðrarnir á
laugardagsmorgnum kl. 9:30 í vetur.

Kveðja
Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2007 17:19 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Félagsróð 23. ág
Stórfínn róður í gær. Þrettán manns réru, tólf karlar og ein kona. Róið var upp í Kollafjörð í suðvestangjólu til að byrja með en vindur datt niður á fyrsta hálftímanum. Skildi samt eftir sig þokkalegar haföldur til að nota á smálensi inn í Kollafjarðarbotn. Síðan andæft og tekin kaffipása á venjulega staðnum. Heitir víst Leiðhamrar þarna við bústaðinn.
Þá var haldið heim á leið í rökkrinu og áð við Þerney til að halda veltufestival. Þar velti hver um annan þveran og spöruðust eigi við, hvorki á stjór né bak. Höfðu menn af þessu skemmtun nokkra. Hápunkti þessarar rökkurhátíðar var náð þegar Gummi B. tók sirkusæfingar á Inúk rýtingi sínum að áeggjan samferðamanna og var kastað á leiknina allmiklu lofi.
Þótt komið væri myrkur að kalla, voru ræðarar heldur tregir til heimferðar, enda veðrið orðið svona déskoti fínt.
Kvittað var fyrir 14 km róður símaskrána og var það á orði haft að eigi hefði þessi för verið sneypuför.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2007 14:52 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Hrafnasand
Já, þetta gengur upp. Þetta var góð umræða og gott að rýna til gagns og eyða misskilningi mínum. Hrafnasandur mun aldrei ónefndur verða í róðrum í framtíðinni þá farið er hjá honum eftir þessa hressilegu örnefnarispu.

Það rann upp fyrir mér í gær hvað hafði þá verið að rugla mig. Það sem kallað er Austurey er í raun suðuausturhlutinn og sömuleiðis er Vesturey norðvestururhlutinn. Standi maður t.d. á Eiðinu og ætli út í Vesturey, þá er stefnan tekin norður en ekki vestur.

Annað rökleysi er Suðurkinn sem er í raun austan í eynni sem málvenja t.d. í róðrum er um að kalla norðan við eyna, en hún heitir væntanlega Suðurkinn þarsem hún er sunnan við Norðurkinn. Og fikri maður sig lengra norður eftir, þá lýkur Austurey og þar tekur við Vesturey!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2007 13:53 #5 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Hrafnasand
Sæll Örlygur og takk fyrir síðast.

Meðfylgjandi er brot af loftmyndakorti af Viðey þar sem ýmis örnefni hafa verið færð inná . Þó vantar mörg og einhver hafa verið færð inn undir öðrum nöfnum en almennt eru núna notuð t.d Selssker við Þórsnesið .Þau eru núna kölluð Þórssker. Þannig að nöfn eru stundum á reiki eða hafa breyst í tímans rás.
Hann nafni þinn Hálfdánarson , Viðeyingur í húð og hár gæti eflaust upplýst um þetta nánar... fáir eða enginn núlifandi þekkir betur til Viðeyjar en hann.

Kveðja Sævar H.
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2007/08/21 09:56
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2007 04:14 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Hrafnasand
Það stemmir þó að Kríusandurinn er austan Hrafnasands. Vestast á austurey er Hrafnasandur skv. Margréti Þorleiksdóttur 1855-1946 sem ólst upp í Viðey. Ég lagði alltaf þann skilning í þessa lýsingu að austur- og vesturey skildust að á Eiðinu. Varla gat Hrafnasandurinn verið í Áttæringsvörinni og því hlaut hann að vera norðan megin Eiðs. En skv. þínum heimildum er sandurinn mun austar en þetta - og sunnanmegin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2007 01:45 #7 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Hrafnasand
Það er þetta með örnefnin. Samkvæmt öllum örnefnakortum og lýsingum sem ég hef af henni Viðey þá er Hrafnasandur á sunnanverðri Austurey og markast af Sund(a)klöpp að austan og Bæjarskerjm að vestan , neðan Kvennagönguhóla.

Þegar við róum frá Eiðsvíkinni og inná Viðeyjarsund þá komun við fyrst að Sundbakka þar sem þorpið var áður fyrr.Þá tekur Þórsnesið við með Þórsskerin framan við (eiga líka nafnið Selssker)og í framhaldi tekur Kíusandurinn við sem markast í vestri af Eiturklettum og í framhaldi þeirra er Drápsnesið ,síðan Sund(a)klöppin og þá erum við loksins komin að Hrafnasandi.

Góða skemmtun

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2007 00:51 #8 by Orsi
Replied by Orsi on topic Hrafnasand
Hrafnasandur er vestast á austureynni, norðan í Eiðinu velþekkta.


Langasjávarfólk, takk fyrir túrinn. Fínasta ferð. Fjallstindurinn þarna uppí jökli gæti verið Hamarinn 1.573 m.<br><br>Post edited by: Orsi, at: 2007/08/20 20:54

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2007 20:19 #9 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Fjélagsróð 16. ág
Sæll Gísli H.
Auðvitað er meira gaman að vita um ýmis örnefni á jafn vinsælu og skemmtilegu róðrarsvæði sem Viðeyjarsvæðið er.
Ég hef um nokkurt skeið safnað ýmsum örnefnafróðleik um Viðey og sendi Kayakklúbbnum örnefnakort af Viðey sem gæti verið skemmtilegt og fróðlegt að verði geymt á Ferðasöguhluta heimasíðunnar , ræðurum til uppflettingar og skemmtunnar:P

kveðja:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2007 19:37 #10 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Fjélagsróð 16. ág
Þetta er skemmtileg frásögn sem endranær.
Örnefnum er tekið að fjölga og mun vera mál að gera uppdrátt til skýringa, hvar er sá téði Hrafnasandur?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2007 17:06 #11 by Orsi
Replied by Orsi on topic Fjélagsróð 16. ág
Tólf manns mættu í rokið í gær og sjósettu vestanmegin Ness. Síðan var róið upp í vindinn í ágætis hopperí á öldutoppum. Þegar komið var framhjá Skólapiltavelli í Viðey rérum við inn í meiri kviku en allir fóru nú létt með það og loks var búturinn frá Virkinu inn að Áttæringsvörinni punkturinn yfir i-ið í þessu skopperíi. Að svo mæltu var búið að vinna vel fyrir kaffiskvettu í fínu skjóli þarna í Vörinni. Eitthvað hafði lægt þegar haldið var af stað á nýjan leik en eftir stóð sæmilega fjörug undiralda nyrst á Viðey sem skilaði okkur í smálensi austur að Hrafnasandi.
Semsagt ágætisróður og góður hópur. Hefðum tekið myndir en höfðum engan (brenni)kubb. Símaynd/Sóný Eiríksson.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2007 14:18 #12 by Orsi
Replied by Orsi on topic :Félagsróð 9. ág
Þrítugasti félagsróður ársins var farinn í gær. Mikill tímamótaróður að sjálfsöggðu.
Ellefu manns réru og tóku Viðeyjarhring með áningu í Áttæringsvör. Svolítil sunnan stinningsgola og lítilleg vindalda. Þetta gekk ágætlega í heildina, og einstaklega hressandi að róa til baka með goluna í fangið að margra mati. Við hefðum tekið myndir en höfðum engan kubb. Einnig tíndum við upp í okkur nýsprottinn kúmen sem vex í Viðey. Þannig að þetta var alveg déskoti fínt.

Hópurinn fann forláta myndavélalinsu í Viðey sem hefur týnst nýlega. Lýst verður eftir henni í blöðunum. Ef greiddur verður þúsundkall í fundarlaun verður hann notaður til að kaupa með kaffinu í einhverjum félagsróðrinum. Spennan vex. Fylgist með.<br><br>Post edited by: Orsi, at: 2007/08/10 10:20

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2007 21:13 #13 by Orsi
Replied by Orsi on topic Félagsróð 2. ág
Félagsróðurinn í gær var skrambi góður. Fimmtán bátar á sjó og þar af fóru níu langan hring og hinir eitthvað styttra. Langi hópurinn fór frá Geldinganesinu austanverðu í stinningsgolu af norðaustri og réri út fyrir Þerney (þar sem byggð var fram til ársins 1921 og kirkja í eynni um aldalangt skeið, áhugavert). Síðan var tekin lykkja um Lundey þar sem lundinn ræður ríkjum (um 10 milljónir fugla ku vera á landinu öllu síðsumars, líka áhugavert). Það var ekki við það komandi að taka kaffistopp í eynni og því skoppaði hópurinn milli vindaldnanna út í Áttæringsvör Viðeyjar, heldur en ekki svangur. Þar hlömmuðum við okkur niður í hálsdjúpt grasið svo vart sást milli manna eða kvenna fyrir öllu þessu grasi. Á meðan þurrt kexið brast tanna á milli, roðnaði kvöldsólin upp í hársrætur og átti eftir að gefa oss vort flottasta sólsetur frá því Þerney fór í eyði (1921, áhugavert). Og heimleiðin varð því ekki leiðinleg; eldrautt sólarlag fylgdi okkur alla heim í hlað og endaði þessi góði róður á um 15 km. Nokkrir nýliðar í sínum fyrsta félagsróðri og stóðu sig með sóma. Kemur mynd? áhugavert <br><br>Post edited by: Orsi, at: 2007/08/03 17:15
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 júl 2007 05:03 #14 by Orsi
Replied by Orsi on topic Félagsróð 26. júlí
Sextán bátar á sjó í þetta skiptið. Norðangola og smápus yfir Kollafjörðinn en þangað var nefnilega ferðinni heitið. Ellefu réru þangað en hinir fimm fóru styttra. Kaffistopp tekið venjulega staðnum í Kollafirðinum góðu veðri og var doberman.is sárlega saknað. Kannski var hann að steikja kleinur handa okkur og kom of seint? Allt um það, við eigum góðgerðirnar bara inni hjá honum. En við ýttum aftur á flot og æddum nú út í Lundey. Sjólagið var fremur stillt allan tímann, að undanskildu golunni góðu sem sendi okkur svolitlar vindöldur inn á milli. Þetta var líflegur hópur og hinn fínasti róður að mati skýrsluhöfunar. Og enn og aftur voru nokkrir nýliðar að skila sér í róður, virkilega gaman að því. Þetta urðu 14 km sagði einhver.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2007 03:15 #15 by ingim
Replied by ingim on topic Re:Félagsróð 19. júlí
Fyrir hönd nýliða þakka ég fyrir mjög skemmtilegan róður. Sérstaklega skemmtilegt var að sjá allt lífið í kringum Lundeyna.

Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum