Fjórtán bátar á sjó í gærkvöld, margt nýliða, margar konur og mikið gaman. Þá að veðrinu; hæg sunnangola, þurrt að kalla, hiti mörg stig. Róið var út í Viðey að sunnanverðu og tekinn langur kaffitími í Áttæringsvörinni. Þaðan róið norður fyrir. Við Eiðshólana skiptist hópurinn, tólf manns tóku Lundeyjarkrækju en tveir fóru beint heim. Lundeyjarhópurinn tók síðan Geldinganesið sunnanvert og kom í land að ganga tólf. Talsverðar buslæfingar teknar í þessum róðri, þangað til menn vissu ekki hvað snéri upp eða niður. Ekkert vatn var hins vegar í skúrnum til iðka skolanir. Hví vatnslaust er?