Vatnagleði

31 júl 2007 20:42 #1 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:Vatnagleði
Alveg megamassamagnum flott helgi! Sveittur rabbarbarbari minnesota rófur og strohmarineraður ananas , það verður erfitt að toppa þetta! Tinnu tókst að gera undirritaðan skíthræddan með því að týnast í týndum, full lengi fyrir minn smekk, en skyndikynni mín við æpandi frúnna ollu ekki vonbrigðum:woohoo: . Svo var óneitanlega róandi að sjá nokkra tugi ferðamanna synda í gegnum græna herbergið áður en maður lagði í það sjálfur!
Takk fyrir frábæra helgi, ekki síst Eric fyrir afnot af upphitaða partýhúsinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2007 18:53 #2 by StebbiKalli
Replied by StebbiKalli on topic Re:Vatnagleði
Takk fyrir frábæra helgi, einstaklega skemmtilegt að róa Austari :cheer: Bróðir minn hafði mjög gaman af helginni og aldrei að vita nema að manni hafi tekist að smita hann af róðrabakteríunni.

kv
Kalli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2007 19:39 #3 by kokkurinn
Replied by kokkurinn on topic Re:Vatnagleði
Takk fyrir helgina, ekkert nema gaman þar sem margt gerðist. Olga virtist ekki hafa mikla trú á samferðar fólkinu þar sem hún hafði meiri áhuga á því að vera í út í ánni en í bátnum þar sem líf og limir áhafnarinnar voru lagðir að veði í ógurlegum flúðum austari.
Veltan týndist í vestari og æfingar gerðar í framhaldi af því, aðalega til þess að skemmta halla, svo var skriðið í land.

takk fyrir frábæra helgi
Magnum

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2007 18:17 #4 by havh
Replied by havh on topic Re:Vatnagleði
Jamm, magnafínt, hef aldrei séð fólk étann jafnmikið og það var að gera í græna herberginu. Fín helgi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2007 17:16 #5 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Vatnagleði
Já þetta var mega fín helgi, Magnum helgi mundi ég segja. Þrátt fyrir fámenni, en aðeins 4 voru á kayak og 5 í raftinum hans Dóra. Áin var hungruð þessa helgi, en það bitnaði mest á kúnnum hjá rafting fyrirtækjunum í Skagafirði okkur kayakfólkinu til mikillar skemmtunar. Ég held að við munum ávalt muna Vorboðan ljúfa, rabbarbara og ísmola eftir þessa ferð (in-side húmor).

Ef einhverjir hafa gleymt að borga fyrir tjaldsvæðið þá endilega gangið frá því. Það var hringt í mig í morgun og ég spurður hvort að við hefðum nokkuð borgað :huh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 júl 2007 14:26 #6 by Erik
Replied by Erik on topic Re:Vatnagleði
I have room in my Jeep. Let me know if you want a ride: 820-4298.

When are people leaving? I was hoping to be on the road around 5-6.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 júl 2007 11:32 #7 by StebbiKalli
Replied by StebbiKalli on topic Re:Vatnagleði
Tillhlökkunin alveg að gera út af við mig. Hvenær eru menn að spá í að leggja af stað úr bænum. Ég þigg alveg far, geta hugsanlega líka boðið uppá far ef einhverjum vantar.

sjáumst í kvöld
Kalli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2007 19:01 #8 by kokkurinn
Replied by kokkurinn on topic Re:Vatnagleði
Ef einhvern vantar far á vatnagleðina þá er laust pláss hjá mér í hose og jafnvel hægt að klína einhverjum kayökum á toppinn :pinch:

maggi 896-2233

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2007 19:29 #9 by Tinna
Replied by Tinna on topic Re:Vatnagleði
Hljómar vel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2007 16:31 #10 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Vatnagleði
Ég ætla allavega að fjölmenna. Ég veit svo um mun fleiri sem ætla að mæta, ég vil ekki nefna neinn en ég hef talað við margt gott fólk sem ætlar að sigla með Dóra, borða pulsur með Magnum Kokk, bjarga Kalla og Daða frá sundi, stinga Garðar WC í rifbeinin, hlægja að hárinu hans Norðanheiðar, kissa Halla og hver veit nema hægt verði að kúra hjá Ragga eftir allt fjörið, svo er bara vonandi að Johann geti nuddað á okkur magan og sungið fyrir okkur vöggu vísur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2007 15:10 #11 by Tinna
Vatnagleði was created by Tinna
Endalaus gleði á Vatnagleði

Hvernig er stemmningin?
Á ekki að fjölmenna?
:silly:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum