Hörmungar í Nauthólsvík

26 júl 2007 17:51 #1 by olafure
Djöfull er að heyra þetta. Ég sigldi í morgun á bátnum mínum og hann var í lagi. Ég þarf að athuga hvort hinn sé í lagi. Það virðist eins og það hafi verið mikill umgangur þarna og í tengslum við skúturnar(sem reyndar blokkera mjög aðgang að bátunum). Ég er algjörlega sammála því að það þurfi að koma til ný aðstaða þarna á svæðinu sem aðeins er fyrir kayakfólk. Umgengnin er ekki góð í þessu annars lélega húsnæði og það að þurfa labba 200 metra með báta fælir menn frá því að nota aðstöðuna. Ef það er svo í ofanálag verið að skemma báta þarna þá má segja að botninum sé náð. Hingað til hefur maður lítið vilja segja af ótta við að ekkert annað komi í staðinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2007 16:37 #2 by Kalli
það hefur einu sinni verið brotist inn í gám í Geldinganesi en ekkert var skemmt nema lásinn var náttúrulega ónýtur. Það hefur hins vegar ítrekað verið reynt að brjótast inn í Íbúðargáminn en hurðin heldur enþá.
Það var einhverju dóti stolið frá Ístak meðan þeir voru hjá okkur fyrr í sumar mig minnir að það hafi allavega horfið utanborðsmótor.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2007 16:32 #3 by Kalli
Ömurlegt að heyra.
Jú það er hægt að kaupa tryggingu gegn þessu.
Ég borga rúman 6 þús kall á ári fyrir tvo báta. Þetta er lausafjártrygging þar sem tekið er fram að auk þess að vera tryggður á heimili mínu séu þeir tryggðir í geymslu kayakklúbbsins.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2007 16:28 #4 by Gummi
Það er í það minsta aðgangsstýrikerfi þarna sem er tengt hreyfiskynjurum en þa ðer síðan spurning hvort síðasti maður mundi eftir að setja kerfið í gang þegar viðkomandi gekk þar um.:(
Ég er mest hissa á því hvað við höfum fengið að vera í friði með gámana okkar á eiðinu við Geldinganes.

Ég samhryggist þér með bátin og vona að þú getir á einhvern hátt fengið hann bættann.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2007 15:10 #5 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Hörmungar í Nauthólsvík
Þetta er skelfilegt. Er ekki öryggiskerfi á þessu húsi? Eru einhverjar tryggingar sem dekka svona?

Samúðarkveðjur
jsa

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2007 14:24 #6 by Tryggvi Tr.
Ég fór í Nauthólsvík í gær til að hitta nýja INUK Carbonbátinn minn (340 þús.)
Þarna hafði verið brotist inn, en það eina sem var skemmt var minn bátur (botninn illa brotinn-báturinn ónýtur) og settur aftur upp í hillu ! ! !
Ég kvaddi lögregluna á staðinn, þeir tóku skýrslu, myndir og fingraför.

Ég bendi ykkur öðrum sem geymið báta þarna að skoða ykkar báta, en ég sá ekkert að öðrum bátum en mínum.

Ég tel að við verðum að hegða okkur þarna í samræmi við öryggið, og finna aðra geymslu hið snarasta.

Sorgarkveðjur :angry:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum