Ferðasögur-myndir

22 feb 2007 00:19 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Ferðasögur-myndir
Fleiri ferðasögur eru að birtast á \"Ferðasögur\" og allt er að þroskast og þróast í rétta átt...þessi heimasíða lofar mjög góðu. Þegar rennt er yfir það sem þegar er komið inn af ferðasögum og hvað aðgengilegt og skemmtileg er að fletta þessu, þá er ljóst að þegar framlíða stundir og ef kayakfólkið verður duglegt að mata þennan hluta heimasíðunnar þá safnast saman bæði mikill fróðleikur , gagnabanki og skemmtilegheit ekki síst fyrir vetrarkvöldin að orna sér við góðar minningar og láta sig dreyma um næstu ævintýri...
:P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 feb 2007 06:31 #2 by palli
Replied by palli on topic Re:Ferðasögur-myndir
Engin spurning að þetta væri mikið skemmtilegra. Er hins vegar ekki alveg einfalt eins og er en við erum að skoða hvort við getum ekki fundið út leið til að hafa texta með hverri mynd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 feb 2007 01:32 #3 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Ferðasögur-myndir
Ég er alveg sammála Sævari að texti með myndunum er alveg rosalega góð uppbót fyrir þá sem eru að skoða því þar er hægt að koma með nafn á ræðaranum og einhverju léttu um það sem er að gerast á myndini. Hitt lúkkið sem var á síðustu heimasíðu minnir frekar á gamla tóma og krumpaða mjólkurfernu.

Nú nýtur maður þess að þurfa ekki að standa í þessu strögli sjálfur og komenntar alveg á fullu.
Og strákar þessi síða er nokkur hundruð sinnum betri en sú síðasta.

Haldið áfram á sömu braut

Kv. Gummi ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 feb 2007 01:00 #4 by Sævar H.
Það er svona verið að skoða og prófa sig áfram á nýju heimasíðunni.
Ferðasögur :
Þessi hluti lofar góðu. Myndir koma flott fram og gaman að fletta þeim.
Þó sakna ég texta með hverri myndi. Það er alltaf gaman að vita af hverju,(hverjum) myndin er og einnig hvaðan hún er og svona ef eitthvað er sérstakt sem gott er að vekja athygli á. Einnig hefur það sögulegt og leiðsögulegt gildi fyrir þá sem síðar kunna að róa á róðrarslóðina og fl.og fl.
Gaman væri og fróðlegt að fá upplýsingar um þennan þátt frá heimasíðugerðarmönnum .
:silly:
Bestu kveðjur

Post edited by: Sævar H., at: 2007/02/13 20:02 <br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2007/02/13 20:36
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum