Ferð á Langasjó

23 ágú 2007 03:36 #1 by Fúsi
Replied by Fúsi on topic Re:Ferð á Langasjó
ég setti nokkrar myndir hér: enigma.network.is/myndir/album53
einnig eru myndir frá sama degi 2005 hér enigma.network.is/myndir/Langisj%F3r?page=1
set fleiri fjótlega!!
takk fyrir góða ferð!!
kv Fúsi & Addi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 ágú 2007 03:30 #2 by palli
Replied by palli on topic Re:Ferð á Langasjó
Búinn að bæta við 20 myndum frá Páli Reynis í ferðasöguna ...
www.kayakklubburinn.com/isl/index.php?op...id=105&Itemid=48

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2007 21:06 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Ferð á Langasjó
Takk fyrir þetta Páll G. og endilega ferðafélagar að senda fleiri myndir inn.... hjá mér eru þetta fyrst og fremst landslagsmyndir og því tengt.
Mjög fínar myndir hjá þér Páll R. af mannlífinu bæði á vatni(sjó) og í landi og einhverjir luma á meira góðgæti. það væri gaman að sjá meiri fjölbreytni...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2007 05:30 #4 by palli
Replied by palli on topic Re:Ferð á Langasjó
... það hefur verið meira hífandi rokið þarna á ykkur. Lítur út fyrir að hafa verið hin glæsilegasta ferð. Ég setti inn stutta ferðasögu og myndir frá Sævari í Ferðasögurnar á www.kayakklubburinn.com/isl/index.php?op...id=105&Itemid=48
Ef þið eruð með fleiri myndir megið þið gjarna senda þær á kayakklubbur@gmail.com og við bætum þeim inn í ferðasöguna.

pg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2007 20:57 #5 by Páll R
Replied by Páll R on topic Re:Ferð á Langasjó
Ég stenst ekki að smella einni með af tvílembingi þeirra Harðar og Rutar.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2007 20:55 #6 by Páll R
Replied by Páll R on topic Re:Ferð á Langasjó
og enn einni!
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2007 20:54 #7 by Páll R
Replied by Páll R on topic Re:Ferð á Langasjó
Þetta gekk hjá mér og bæti annarri við!
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2007 20:40 #8 by Páll R
Replied by Páll R on topic Re:Ferð á Langasjó
Já, þessi ferð var öllum þátttakendum til sóma, og Langisjór og úmgjörð hans sýndi einnig sínar bestu hliðar.
Myndin sem þú lést fylgja með Sævar er svo flott að varla þarf við að bæta. Ég stenst þó ekki freistinguna að láta einhverjar myndir fljóta með.

Þakka öllum ánægjulega samveru þessa helgi.

Páll R.

P.S. Það er víst ekki hægt að smella fleiri en einni mynd í einu. Ég læt kanski fleiri fylgja.

<br><br>Post edited by: Páll R, at: 2007/08/21 16:51
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2007 02:13 #9 by Sævar H.
Ferð á Langasjó was created by Sævar H.
þetta varð afbragðs kayakferð á Langasjó og honum Páli R. til sóma. Megnið af hópnum gisti í Hólaskjóli á Skaftártungnaafrétti aðfaranótt laugadagsins 18. ágúst í góðu yfirlæti. Þegar komið var að Langasjó að morgni laugardags,hittum við fyir tvo norðanmenn og var ræðarahópurinn alls 10 manns þar af tvær konur. Veður var alveg frábært til róðra..vatnið (sjórinn ) spegilslétt og rétt passleg ský á himni til að hindra vatnsglampa og hitafar. Þarna innfrá er ægifegurð sem nýtur sín afarvel í slíku veðri.Eyjar eru margar og hellar við vatnsborðið, víða og á róðrinum inneftir blasti sjálfur Vatnajökull við í nokkura km fjarlægð.
Mikið var spáð í tind einn mikinn sem við okkur blasti uppi á vestur horni jökulsins , strýtumyndaður og formfagur. Eftir því sem ég kemst næst mun þetta vera austari tindurinn af tveimur sem nefndar eru Kerlingar.
Reistar voru tjaldbúðir í norðurbotni Langasjávar og setið við varðeld góðan í kvöldkyrrðinni í þessu ægifagra umhverfi. Að því búnu skriðu ræðarar í svefnpoka sína ,utan undirritaðs sem gleymdi sínum í Hólaskjóli. Ekki er hægt að mæla með næturstað svefnpokalaus þarna undir brún Vatnajökuls í 670 m/ yfir sjó... þetta varð því hrollköld nótt og eftirminnanleg.
Að morgni sunnudagsins var síðan róið til baka og lent við bílastaðinn um kl 15.00 . Að baki var 40 km róður
Frábærum róðri Kayakklúbbsins á Langasjó var lokið
Frábærum ferðafélögum er þakkað fyrir samfylgdina

Sævar H.
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2007/08/21 09:17
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum