þetta varð afbragðs kayakferð á Langasjó og honum Páli R. til sóma. Megnið af hópnum gisti í Hólaskjóli á Skaftártungnaafrétti aðfaranótt laugadagsins 18. ágúst í góðu yfirlæti. Þegar komið var að Langasjó að morgni laugardags,hittum við fyir tvo norðanmenn og var ræðarahópurinn alls 10 manns þar af tvær konur. Veður var alveg frábært til róðra..vatnið (sjórinn ) spegilslétt og rétt passleg ský á himni til að hindra vatnsglampa og hitafar. Þarna innfrá er ægifegurð sem nýtur sín afarvel í slíku veðri.Eyjar eru margar og hellar við vatnsborðið, víða og á róðrinum inneftir blasti sjálfur Vatnajökull við í nokkura km fjarlægð.
Mikið var spáð í tind einn mikinn sem við okkur blasti uppi á vestur horni jökulsins , strýtumyndaður og formfagur. Eftir því sem ég kemst næst mun þetta vera austari tindurinn af tveimur sem nefndar eru Kerlingar.
Reistar voru tjaldbúðir í norðurbotni Langasjávar og setið við varðeld góðan í kvöldkyrrðinni í þessu ægifagra umhverfi. Að því búnu skriðu ræðarar í svefnpoka sína ,utan undirritaðs sem gleymdi sínum í Hólaskjóli. Ekki er hægt að mæla með næturstað svefnpokalaus þarna undir brún Vatnajökuls í 670 m/ yfir sjó... þetta varð því hrollköld nótt og eftirminnanleg.
Að morgni sunnudagsins var síðan róið til baka og lent við bílastaðinn um kl 15.00 . Að baki var 40 km róður
Frábærum róðri Kayakklúbbsins á Langasjó var lokið
Frábærum ferðafélögum er þakkað fyrir samfylgdina
Sævar H.
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2007/08/21 09:17