Árlega Tour de Gudenå keppnin í Danmörku var haldin núna um daginn. Um 900 þátttakendur frá öllum aldri voru mættir frá ýmsum löndum. Sagt er frá keppninni á blogginu hjá Peter Unold (
unold.dk/paddling/php/wordpress/index.php?cat=1). Peter er mjög ósáttur við þá sem stýrðu keppninni en að hans mati hefði átt að fresta henni vegna veðurs. Vill hann meina að það sé mikið lán að ekki hafi orðið slys þar sem margir ræðarar réðu ekki við aðstæður. Þetta bendir okkur á hversu rétt ákvörðun það var hjá keppnisnefndinni að fresta marathoninu um daginn. Ég held að ef við viljum fá fleiri í keppnissportið, þá á að byrja á því að reyna að fjölga í auðveldari keppnunum. Mín skoðun er sú að ef við ætlum að fá yngri og fleiri keppendur í greinina, þá verðum við að fá aðstöðu eins og á Ísafirði á nokkrum stöðum í Reykjavík og á landsbyggðinni. Klubbarnir verða sjálfir að bera ábyrgð á aðstöðunni, ekki ÍTR eða í samkurli við aðrar greinar. Yngri iðkendur verða að hafa eigin báta sem þeir bera ábyrgð á. Þetta með aldurinn og keppnir þá vil ég benda á að í mínu gamla sporti eru fjölmennustu keppnir sem haldnar eru í USA og evrópu öldungamót. Það er allt of algengur hugsunarháttur hér á fróni að eftir 20 ára aldurinn eigi fólk ekki að stunda neinar keppnir, aðeins að hreyfa sig lítillega.