Sævar Helgason, sá fjölfróði ræðari, sendi okkur tvö sallafín kort yfir Viðey og þekkt örnefni þar. Planið er að prenta þau út fljótlega og plasta og láta liggja frammi í aðstöðunni á Geldinganesi til að hafa með í félagsróðra. Nú þarf bara að fá sögu á bak við örnefnin því maður verður að fá að vita hvað stendur á bak við t.d. Eiturklettar og Drápsnes. Annað liggur ljósar fyrir eins og Bæjarvör. Kortin má finna með því að smella á \"Fræðsluefni\" og \"Ýmislegt\" eða beint á
www.kayakklubburinn.com/isl/index.php?op...;id=16&Itemid=80