Félagsróður á morgun

26 sep 2007 13:10 #1 by Ari Ben
Replied by Ari Ben on topic Re:Myndskeið félagsróð
Flottar myndir hefði verið til í að fljóta með...

Kv. að austan<br><br>Post edited by: Ari Ben, at: 2007/09/26 09:11

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 sep 2007 01:57 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Myndskeið félagsróð
Í róðrinum fór ég að þreifa mig áfram með myndskeið og bjó til síðu með fyrsta skammti. Ég stillti vélinni upp á ýmsa vegu en flest myndskeiðin tók ég með vélina njörvaða niður á bátsdekkinu - bara undir teygjunni.
En þar kemur vefsíðan:

www.youtube.com/haourss



Ps.Þær ljósmyndir sem teknar voru fóru inn á síðuna þessa:
community.webshots.com/user/ors70

Post edited by: Orsi, at: 2007/09/23 23:27

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 sep 2007 15:15 #3 by Steini
Eins og Gummi segir þá kom það aldeilis í bakið á manni gleðin á lensinu út Þereyjarsundið :blush: .Heimleiðin var í það stífasta fyrir þann sem ekki hefur róið á sjó í átta mánuði (lofa að þetta gerist ekki aftur).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 sep 2007 22:06 #4 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Félagsróður 22 sept. 2007
Félagsróður 22.09.2007

Átta stykki lögðu upp frá Geldingarnesinu austanverðu í nokkrum mótvindi, og stefnan var tekin á Þerneyjarsund. Veðrspáin sagði að búast mætti við hvössum austlægum belgingi sem myndi aukast er liði á daginn. Það reyndist rétt, tekin var stefnan beint frá Þerneyjarsundinu í átt að norðrenda Viðeyjar í stórkostlegu lensi.

Sex fóru fyrir norðurendann en tveir létu sér nægja að fara yfir Viðeyarsundið. Tekið var kaffi á eiðinu fræga. Á bakaleiðinni kom síðan hið fornkveðna í ljós að þegar menn ganga ekki hægt um gleðinnar dyr fá menn það yfirleitt borgað.

Á bakaleiðinni hrepptum við semsagt alvöru rok líklega á bilinu 15 til 20 m/s með tilheyrandi sjólagi nánast beint í fangið sem greiðslu fyrir gamanið. Allt gekk þó vel og vorum við komnir að gámunum um kl. 13:00.

Fábærum laugardagsróðri var lokið.

Kveðja
Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 sep 2007 11:54 #5 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Félagsróður 15 seft
þetta var hinn besti róður mættum 3 og rérum rángsælis um Geldingarnes.
við fengum hressilegt lens með björgunaræfingum og öllu norðan við nesið, og svo fengu menn að taka á öllu sýnu við að komast til baka á móti.
þetta voru Palli,Andri og undirritaður.:silly:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2007 23:58 #6 by maggi
ætla menn að mæta og taka vindæfingu í fyrramálið
ég mætiB)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum