Þetta er hörmulegur endir. Næstum kominn alla leið, aðeins um 60 km eftir þegar hann týndist.+
Það rifjaðist upp fyrir mér við lestur þessarar fréttar að fyrir nokkrum árum týndist kona á kayak sem var á ferð við Grænland með manni sínum og fleirum. Þegar skall á þoka og hún varð viðskila við hópinn. Kayakinn fannst nokkrum mánuðum seinna langt suður af Íslandi. Munið þið eftir þessu? Þetta var örugglega í kringum 1980.
Kv.
Ingi
Var bent á þennan reynda leiðangursfara sem er nú saknað ... Ótrúleg ferð sem hann lagði í, 1600 km þverun frá Tasmaníu til Nýja Sjálands. Aldrei verið róið áður, en Paul Caffyn gerði 2 tilraunir með öðrum ræðara.
Hann lagði af stað i byrjun janúar,í ferð sem átti að taka 30 daga en skilaði sér ekki. www.andrewmcauley.com/ www.theage.com.au/news/national/hes-stil...1/1171128813826.html