Já - ef veðurguðirnir ætla að hegða sér í samræmi við væntingar veðurfræðinga er víst betra að fresta ferðinni og vona að hægt sé að ná hagstæðari samningum við æðri máttarvöld að næstu helgi á eftir. það er fátt fallegra en að róa í góðu veðri um Þingvallavatn í fjölbreytileika haustlitanna.
Ásta
Já, útlitið er ekki gott, austan stinningskaldi á laugardeginum og svo svipað af norðan á sunnudeginum, svo maður verður sennilega að skella sér bara í félagsróður á laugardagsmorguninn.
Síðasta ferð sumarsins á vegum ferðanefndar er eins og tvö síðustu ár á Þingvallavatn, sjá nánar í Dagskrá. Veðurútlitið er hins vegar ekki gott og því verður sennilega best að fresta ferðinni um viku og reyna aftur þá .