Fimm manns mættu í dag í gjólunni. Byrjað var að reka nasir upp í loft til að meta þrýsting í börum og paskölum. Dómur félla óðara; það er hvasst - en það vissum fyrir. Ýtt var úr vör með stefnu til Engjaeyjar á góðri siglingu. Menn voru eitthvað að ýta við hver öðrum. Það gekk svo langt að ég keyrði inn í hliðina á Magnúsi sem hafði ekkert sér til sakar unnið, og hreinlega hvolfdi manninum. Þolandinn sýndi fagmannleg viðbrögð eigi að síður og kom upp á góðri veltu. Síðan var hressing á Café Engey. Um skemmtiatriði sá selur allspikaður sem sýndi kúnstir á þangbreiðu og sitthvað fleira. Róið var heim eftir tveimur leiðum í jafnmörgum hópum eins og títt er í félagsróðrum og urðu þetta um 15 km í heildina og alveg stórfínn róður.
Þessir réru:
Hörður
Guðmundur B
Magnús
Páll R
Örlygur
Eitthvað af myndefni fór inn á vefsvæðin
community.webshots.com/user/ors70
youtube.com/profile?user=haourss