Muna Sundlaugaræfing

06 okt 2007 18:26 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic félgsró 6. okt
Róður dagsins var gassalegur í alla staði, það var kalt, hvasst og sjógangur svakalegur. Fjórir mættu til leiks, allt þaulvanir en samt hvolfdi helmingnum. Og hvert var farið? Byrjað var á Viðey í þrælmagnaðri undiröldu norðan eyjar og þar skiptist hópurinn, tveir gusuðu sér norður fyrir Engey þar sem lætin urðu enn meiri. Hinir fóru Viðeyjarhring og lentu í látum.

-Svo óheppilega vildi til að myndavélabatteríið gleymdist heimavið. Hefði verið frábært að mynda svolítið í dag.

Þessir réru:
Magnús
Páll R
Rúnar P.
Örlygur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 okt 2007 01:49 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Fishers Race
Hér er veðurspávefur allgóður www.yr.no en það voru Ísalpfélagar sem vöktu athygli á þessu á vef sínum og þetta má sannarlega gagnast öllum. Það má slá inn veðursvæði t.d. \"Kollafjörður\" í leitarboxið og framsetningin er ágæt.

Síðan rakst ég á skemmtilegt myndskeið, en þar er Nick Shade að mynda í Fishers Race, nokkurs konar Penhryr Mawr þeirra Bandaríkjamanna. Á þessum stað fóru æfingarnar í 5* training fram á symposinu hér um daginn. Nick þessi réri aðeins með okkur síðasta daginn og var svo vinsamlegur að lána mér mér sjókortið sitt. Hefði gjarnan viljað fá bátinn hans líka, gegnheilt parket, svo konunglega eðalfínt að maður skítur smákökum í viku á eftir.

youtube.com/watch?v=USvIfNShxzI

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 sep 2007 21:53 #3 by maggi
Replied by maggi on topic Re Æfing féll niður
fyrir hönd sundlaugarnefndar bið ég afsökunar þar sem ekkert kom fram um þetta á netinu.
en þeir í sundlaugunum létu okkur ekki vita af þessu sundmóti, mannleg mistök sem endurtaka sig vonandi ekki aftur.

Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 sep 2007 12:46 #4 by maggi
Muna Sundlaugaræfing was created by maggi
það er sundlaugaræfing kl 5 í dag
endilega mætum sem flest við verðum að nota þessa tíma.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum