Við fórum bara alveg ágætlega með Bill. Við vorum átta reru af stað í töluverðum sunnanstrekkingi. Þrír létu sér nægja að róa út með Viðey og tilbaka, tveir fóru Viðeyjarhringinn og þrír héldu áfram út í Engey hvar tekið var land norðanmeginn. Bill var hafsjór fróðleiks, m.a. tjáði hann okkur að í klúbbnum sem hann tilheyrir, nálegt Minneapolis, væri hlutfall kvenna í klúbbnum um 50% og þær væru virkir klúbbfélagar. Hvar eru íslensku konurnar, fegurðardísirnar? spurði hann undrandi. Við Páll gátum engu svarað. Hvað veldur kvenmannsleysinu? Veit það einhvur?
Þetta er klúbburinn hans Billa,
www.skoac.org/
Maðurinn sá hefur m.a. unnið sér til frægðar að hafa skrifað tvær leiðsögubækur um Lake Superior.