Félagsróður 13/10 Erlendur gestur

27 okt 2007 18:15 #1 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Félagsróður 27.10.2007
Ferlegt að missa af þessum tímamótaróðri .... ég var löglega afsakaður og forfallaður vegna kjarasamningsbundnar helgarvinnu. Hinir eiga sér örugglega engar málsbætur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 okt 2007 17:27 #2 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Félagsróður 27.10.2007
Félagsróður 27.10.2007

Þrjú já ég sagði þrjú lögðu af stað austanmegin á eyðinu og stefndu á Þerney í geysifallegu haustveðri. Kaffi í þerney og síðan til baka norður fyrir Geldingarnesið í nokkurri undiröldu. Endað var á björgunar og veltuæfingum rétt áður en komið var í land.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég man í félagsróðri að meirihluti þáttakenda er konur sem er bara hið besta mál. En hvar voru allir víkingarnir og hetjur hafsins veit það einhver?

Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 okt 2007 17:42 #3 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Félagsróður 20.10.2007
Félagsróður 20.10.2007

Fjórir lögðu í hann vestanmegin á eiðinu og stefndu á norðurenda Viðeyjar. Þvottekta rok og vetrarróður í sunnan +15m/s en áttarinnar vegna var ekki mikill sjór. Einn náði að velta og bjarga sér sjálfur.

Þegar komið var fyrir norðurenda eyjarinnar beið okkar stífur mótvindur sem olli því að við ákváðum að snúa við og taka kaffistopp austanmegin á eiðinu í Viðey. Síðan var snúið við róið í skjóli við eyna og síðan þverað yfir sundið á móts við Fjósakletta. Bætt hafði í vind sem gekk á með hryðjum upp að 20m/s ásamt ausandi rigningu.

Þetta fer að verða staðall í laugardagsróðrum hávaða rok og læti. En s.s fínn róður í alla staði.

Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 okt 2007 17:18 #4 by Rúnar
Við fórum bara alveg ágætlega með Bill. Við vorum átta reru af stað í töluverðum sunnanstrekkingi. Þrír létu sér nægja að róa út með Viðey og tilbaka, tveir fóru Viðeyjarhringinn og þrír héldu áfram út í Engey hvar tekið var land norðanmeginn. Bill var hafsjór fróðleiks, m.a. tjáði hann okkur að í klúbbnum sem hann tilheyrir, nálegt Minneapolis, væri hlutfall kvenna í klúbbnum um 50% og þær væru virkir klúbbfélagar. Hvar eru íslensku konurnar, fegurðardísirnar? spurði hann undrandi. Við Páll gátum engu svarað. Hvað veldur kvenmannsleysinu? Veit það einhvur?

Þetta er klúbburinn hans Billa, www.skoac.org/

Maðurinn sá hefur m.a. unnið sér til frægðar að hafa skrifað tvær leiðsögubækur um Lake Superior.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 okt 2007 15:43 #5 by Steini Ckayak
Sælir félagar

William Newman frá USA ætlar að eyða helginni hér á Íslandi á leið til evrópu og hafði samband við mig til að athuga hvort hann kæmist ekki í róður með íslendingum í leiðinni þannig að ég sagði honum að rjóminn af íslenskir kayak menningu færi í róðu alla laugardagsmorgna og hann ætlar ekki að missa af því.
Ég skaffa honum bát og hann kemur með þurrgallann sinn.
Hann lendir rétt um hálf sjö um morguninn og ætlar að koma beint uppá nes til ykkar.
Ég verð bundinn í báða fætur í skóla og kemst ekki með ykkur núna en vona að þið takið vel á móti honum.
Hann er 4* trainee og með einhver ACA réttindi þannig að hann kann eitthvað fyrir sér.

Farið vel með hann og góða skemmtun

kv. Steini Ckayak

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum