Já það er þetta stöðuga fikt í honum Örlygi, athuga hvað hann getur legið lengi á hliðinni án þess að velta, jafvel í hliðaröldu, sleppa frá sér kayaknum í vindi til þess að sjá hvort hann nái honum á sundi og fleira. Í þetta sinna var kjölurinn svo lengi upp að mér kemur í hug frásögnin af Grænlendingunum sem voru að sýna á Reykjavíkurtjörn. Þegar þeir komu svo upp eftir langa dvöl áttu þeir að vera löngu dauðir. Einhver segir að þeir hafi haft slöngu til að anda að sér loftinu í mannhólfinu.
Allt er þetta samt í góðu lagi með góðum félögum - og til þess að vera traustir félagar þurfum við líklega að æfa okkur í smá flippi stöku sinnum líka.
Kveðja, GHF.