Straumurinn

01 des 2007 16:48 #1 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:Straumurinn
Samkvæmt nýjasta bæklingnum frá Irma kostar kílóið af maísbaunum 19.84 danskar sem gera ca.240 íslenskar. Á ég að kippa með nokkrum dollum fyrir þig með jólasteikinni?

Ætla að smella inn link með alvöru straumöndum frá áttunda áratug síðustu aldar.



Sæll, eigum við að ræða þetta eitthvað?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 des 2007 14:07 #2 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Straumurinn
Ég gleymdi að spyrja þig Jói.
Hvað kostar kílóið af baunum ?

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 nóv 2007 17:46 #3 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Straumurinn
Það er aldrei að við höfum náð að vekja gamlan draug núna, það liggur við að maður spyrji hver er þessi Gummi B)

Ég er búinn að vera að reyna að koma mér í kayakklúbb hérna norðan Alpafjalla hef reynt að senda e-mail og hringja í 2 klúbba í Frakklandi og Sviss en næ engu sambandi... ætli ég verði ekki að fara að leita að klúbbum í þýskalandi.

Ég ætla allavega að fara að róa á morgun, spáð 8C hita og rigningu. Maður verður að halda sér í formi ef stefnan er tekin á Markarfljótið með stóru M, og frekar vil ég enn geta komist í lítinn Eskimo heldur en stóran Burn.

Ég smellti í mig einni dós af Jack og Cola í gær (á virkum degi) þetta er ekki eins slæmt úr dós og úr sokki ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 nóv 2007 13:36 #4 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:Straumurinn
Jæja, aldeilis ad menn thurfa ad létta á sér! GUmmi, ertu farinn ad drekka á virkum døgum líka?
Allavega, ég kíki einstaka sinnum á kaffithvottahúsid hans Frikka fyrrverandi nágranna thíns, enda fínasta kaffihús.

Ég er búinn ad liggja á netinu vid ad skoda video og líka verd á hinum og thessum creekerum. Thú kannast vid delluna; madur á fínan bát en langar samt alltaf í nýjan. Get t.d. fengid nýjan Salto í Belgíu eda Hollandi fyrir rúmlega 60 kall. Langar samt meira í stærri bát eins og t.d. stóran Pyranha Burn. Kannski rétt ad Halli kommenti á thann bát! Mér finnst hann helvíti flottur (báturinn).

Svo var mér ad detta í hug ad thad gæti verid gaman ad róa Markarfljótid frá \"toppi til táar\". Og thá væri nú aldeilis gott ad eiga stóran Burn!

Annars er næsta skref ad setja sig í samband vid einhverja Svía til ad komast á flot. Er búinn ad finna einhvern creek-hóp sem virdist vera aktívur - spurning um ad smella meili á thau og kynna sig sem Meistarann frá Íslandi.

Tharnæsta skref er svo brettaferd í frønsku alpana í lok janúar. Verdur ábyggilega alveg glatad ad vera í 2100-3400 metrum í púdri og allskonar leidindum í níu daga og thurfa svo í ofanálag ad borga heilar 3600 danskar krónur fyrir farid, gistinguna og lyftukortid! Danskurinn heldur sennilega ad ég sé einhver Hannes.

Ps. Já ég sá Nonna Nordanheidar á vappi hérna í Køben í sídasta mánudi - gott ef ég fór ekki med honum á Muse tónleika líka - minnir thad. En hvar hann felur sig akkúrat núna veit ég ekki. Kannski er hann ad klára ad spartla stofuvegginn fyrir jólin:P

mvh, Jói (krefst thess ad einhver nenni ad róa um hátídarnar)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 nóv 2007 03:39 #5 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Straumurinn
Meiri bjór takk<br><br>Post edited by: Gummi, at: 2007/11/29 22:40

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 nóv 2007 03:39 #6 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Straumurinn
Hvað er baunin strax farin að rífa kjaft ?
það er eins gott að þú nærð að flýja í kaffiþvottahúsið hans Frikka ef ég mundi nenna út til köben að berja vitleysuna úr höfðinu á þér sem baunarnir eru búnir að dæla þar inn undanfarið óbermið þitt B)
Ég held að þú verið að koma heim aftur hið snarasta því það er allt að fara í vitleysu hérna heima á skerinu. Menn eru alveg hættir að nenna að róa í straumvatni eftir að hið heimasfræga lið \&quot;Old boys\&quot; lagði upp laupana og hætti að nenna að sjá um að sækja og senda nýliða í og úr hinum ýmsu ám landsins. Nú er verið að skoða að setja upp \&quot;Kayakakademíu\&quot; á Ísafirði og fleiri stórbrotnum menntabælum landsins. Dóri alheimsmeistari og king off kayaking er búin að fjárfesta í bát búnum til úr húð af inúita strengdri á grind gerða úr limum af 13 náhvölum og beinagrind úr 7 blöðruselum og kallar hann víst \&quot;Grænlending með gamla laginu\&quot; hvað sem það nú þýðir.
Hinir sjóv-kaykkallarnir eru búnir að fela sig því það getur víst engin toppað þetta hjá kóngnum.
Straumliðið hvarf eins og ég lýsti hérna áðan og hefur ekki sést síðan síðasta Oldboys rúta fór frá Selekt við vesturlandsveg þann 1. september 2005 stundvíslega klukkan 10. með leyfarnar af lærningunum.
Bæði ég og Steini exformaður erum búnir að auglýsa eftir gömlum straumvatnsmönnum og konum reglulega í fréttablaðinu á föstudögum í tvö ár.
Engin hefur gefið sig fram nema einn frekar sjúskaður gæji með brotið grill en hann hvarf síðan úr landi í haust og sást síðast vera að fleyta rjóma og fleira í ölpunum.
Svo bárust þær válegu fréttir norðan úr landi að húsmóðir ein í afdal upp ad Dalvík sem hefur ætíð lofað hreinlífið gagnvart hinu kyninu sé orðin heitbundin og sé farin að stefna á barneignir líkt og nojarin sem hvarf í barnauppeldi fyrir 3 árum eða svo.

Svo þú sérð Jói minn að þú verður að koma heim og grípa í taumana áður en þetta fer allt í vitleysu eins og málin á kébblavíkurflugvelli.

Ær kveðja
Þinn vinur Gummi

Ps. Hefur einhver séð Nonna norðanheiða nýlega ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 nóv 2007 00:18 #7 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:Straumurinn
Já, það mætti alveg fara að bleyta sig aðeins, ef að annnir og læknarnir leyfa, hausinn á mér er nefnilega ekki alveg vatnsheldur um þessar mundir, lekur inn um eyrað. . En hvað er annars að frétta úr landi súkkulaðis peninga og osta, ertu búinn að mæta á slalom æfingu?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 nóv 2007 16:28 #8 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Straumurinn
Ég er líka farinn að finna fyrir fráhvarfseinkennum, þrátt fyrir að vera búinn að fara 2x að róa síðan ég flutti út. Ég er farinn að sjá að hárið á mér er hætt að vaxa, líklega vegna þess að ég vökva það ekki lengur og húðin í andlitinu er farin að krumpast enda ekki lengur jökul-sand slípuð.

Ég fjárfesti þó í 3 dósum af Jack og Kóla drykknum, þannig að ég get haldið mér í sundformi.

Ég kem til Íslands 20 Des, fer aftur 7 Jan, þannig að ef veður leifir verðum við nýbúarnir að draga heimamenn á flot.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 nóv 2007 15:16 #9 by Jói Kojak
Straumurinn was created by Jói Kojak
Hvernig er eiginlega stadan í straumnum? Hefur ekkert verid róid eftir ad ég flaug burt? Meiri eymingjarnir!:evil:

Ég er ad verda búinn ad skoda øll kayakvideo sem til eru á netinu, grandskoda flesta báta og láta mig dreyma í leidinni (straumvatnsdeildin hérna í køben er frekar sløk).

Verdur ekki áramótaródur Halli? Bragi? Skírnir?

Og hvernig er med gømlu karlana? Gummi? Bjøssi? Hilmar? Steini? Carlos?

kvedja frá køben

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum