Dyr Ægis - koma svo!

08 des 2007 18:00 #1 by Orsi
Bara alltaf gaman að kayakmyndum.

Neðangreint myndbrot er hins vegar af öðru sauðahúsi. Mér fannst áhugavert hvernig þessi sveinki fjallar um skrokklag, þ.e. skarpa og mjúka kanta og mismunandi eiginleika þeirra. (Skýt þessu fram í framhaldi af nýlegri uppfærslu okkar Þorsteins Guðms. á greininni Hvernig á kayak að vera
) hún er aðgengileg á sínum stað undir Fræðsluefni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 des 2007 19:35 #2 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Re:Dyr Ægis - koma svo!
Þetta er alveg stórskemmtilegt. Allt sem þarf er
vilji, vatnsheld myndavél og myndvinnsluforrit (leiðréttu mig Örlygur ef eitthvað er).

Þetta er að mörgu leiti skemmtilegra en videoupptaka.

\"Dyr Ægis\" er alveg nafn uppá 10 :)

Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 des 2007 00:18 #3 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Dyr Ægis - koma svo!
Höfundur er Örlygur Steinn, gleymdi að geta þess.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2007 18:54 #4 by Rúnar
Dyr Ægis - koma svo! was created by Rúnar
Í félagsróðri á laugardag var einstaklega góðmennt en því miður ekki eins fjölmennt. Ekki er gott að segja hvað veldur, a.m.k. var engin ládeyða í róðrinum um helgina og alls ekki í kaffistoppinu.

Þeim kayakmönnum og -konum sem eru að sligast undan stressinu í vinnunni, í umferðinni og í heimilisstörfunum eða eru bara alveg að farast úr skammdegisdrunga er bent á að skoða þetta myndband:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum