Innflutningsgjöld á kayakfatnaði ofl?

11 des 2007 18:08 #1 by torfih
steini wrote:

Ef varan fæst hér heima mæli ég með að menn versli hér, ekki endilega dýrara, allavega losna menn við vesen við að flytja dótið heim og ekki síst styðjum við verslun hér heima sem er á mörkum þess að menn nenni að standa í, ekki spurnin í mínum huga að það kæmi kayaksportinu illa ef engin verslun væri hér.

þessu er ég sammála, styrkja innlenda verslun. Mér sýnist sem verðin séu bara vel samkeppnishæf þegar allt er tekið með í dæmið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 des 2007 01:07 #2 by maggi
ég er sammála Steina með að menn versli hérna heima ,
og að menn fari og skoði vrðin og úrvalið í sportbúðinni , við erum að tala um algjöra byltingu
á einni búð.
ég er líka viss um að ef þið í straumnum mynduð tala við óla í sportbúðinni þá geti hann reddað dóti fyrir ykkur ef það er ekki til.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2007 22:08 #3 by Steini
Ef varan fæst hér heima mæli ég með að menn versli hér, ekki endilega dýrara, allavega losna menn við vesen við að flytja dótið heim og ekki síst styðjum við verslun hér heima sem er á mörkum þess að menn nenni að standa í, ekki spurnin í mínum huga að það kæmi kayaksportinu illa ef engin verslun væri hér.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 des 2007 21:21 #4 by Kalli
Hjá mér hefur þetta venjulega verið á þessa leið.

Verð úti + flutningur + 10% vörugjald ofan á allt. Svo kemur 24,5% VSK ofan á allt og svo leggur tollpósturinn fast gjald 1100 minnir mig í restina fyrir að tollafgreiða þetta.

Heildarverð = (((Verð + Flutn) +10%) + 24,5%)+ 1100kall

Þetta er allavega svona nálægt lagi.

Það á ekki að borga Vörugjald af vörum sem framleiddar eru innan Evrópska Efnahagssvæðisins, en ég óska þér bara góðrar skemmtunar við að berjast fyrir því.

Kalli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 des 2007 14:28 #5 by jsa
Það hefur getað borgað sig að fara sjálfur til útlanda og kaupa sér bát, ár og galla, allavega í straumnum. Fyrir skömmu mátti taka kayaka með sem íþróttafarangur í flugvélar án aukagjalda, núna held ég að Icelandair rukki 7.500 kr.
Til að lenda ekki í tollinum á leiðinni til baka er betra að kaupa \"notaða\" hluti, þ.e. örlítið rispaða báta og þessháttar. Í framhaldi af því hef ég heyrt að í ágætri kayakverslun í grend við London fannst verslunareigandanum einhverntíman menn fara frekar illa með nýju bátana sína á bílaplaninu fyrir utan verslunina.
Persónulega hef ég eiginlega alla mína kayaktíð verslað í gegnum netið eða þegar ég er erlendis. Þegar verslað er í gegnum netið er gott að hóa nokkrum saman í eina sendingu.
En ég veit ekki nákvæmlega hverjar tölurnar eru í auka álagningu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 des 2007 03:02 #6 by torfih
Getur einhver frætt mig um hvaða innflutningsgjöld leggjast á kayakfatnað, td þurrgalla. Er það þess virði að kaupa á netinu og flytja sjálfur inn? En búnaður eins og árar og bátar?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum