Þeir sjóhundar sem misstu af þessum róðri misstu m.a. af léttu skvetti við Engey, hvar öldur úr austri og vestri skullu saman og frussuðust þokkalega vel í loft upp og einnig af sérdeilis skemmtilegum brimöldum við gleraugnasker. Tveir héldu í brimiðn, ég og Páll Reynisson og hvolfdum við báðir, einu sinni hvor, en auðvitað bara í æfingaskyni. Guðmundur Breiðdal komst ekki með í skerjaferðina vegna anna.
Í hnotskurn: Gæðamikill laugardagsróður þar sem saman fór hægur andvari og allnokkur alda. Skerbrimið var sérlega vel heppnað. Stjörnugjöf: *****